„Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2026 09:16 Snorri Björn Sturluson fasteignasali, lögfræðingur og annar af eigendum Valhallar fasteignasölu viðurkennir að hann sé ekkert sérstaklega stoltur af neinum heimilisstörfum. Fái því stundum aðstoð við þrifin og síðan fær hann pabba sinn til að leysa flókin verkefni. Snorri segist þó lunkinn með pensilinn. Vísir/Ívar Fannar Snorri Björn Sturluson, fasteignasali, lögfræðingur og annar eigandi Valhallar fasteignasölu, tekur slurk í heimilisstörfunum fyrir vinnu á morgnana, þegar hann er of latur til að fara í ræktina. En segist þó almennt vonlaus í heimilisstörfunum og fær því stundum aðstoð við þrifin. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan hringir yfirleitt um klukkan 6:40. Ég snúsa hana einu sinni til tvisvar og er því almennilega vaknaður um klukkan 6:53.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja á að teygja mig í símann og athuga hvort ég hafi fengið einhverja tölvupósta frá því að ég sofnaði og svara þeim ef einhverjir eru. Svo renni ég yfir helstu fréttir og kíki á samfélagsmiðla. Ef ég er vel upplagður þá skelli ég mér í íþróttagallann og fer í ræktina og gufu. Ef það er einhver leti í mér þá tek ég slurk í heimilisstörfunum og fer svo í vinnuna.“ Hvaða heimilistörfum ertu stoltastur af að sinna? „Þegar stórt er spurt... Ég held að ég verði bara að vera hreinskilinn og viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega stoltur af neinum heimilisstörfum. Ég fæ stundum aðstoð við þrifin og svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni. Ég er samt lunkinn málari og er óhræddur við að grípa í pensilinn þegar það þarf að mála.“ Snorri skrifar verkefnalista í byrjun vinnudags og segist algjör to-do-listamaður. Vinnudagurinn sé þó svo ófyrirséður að það sé undantekning frekar en regla að ná ekki að klára verkefnalistann og þurfa því að skrifa niður sum verkefni aftur á listann daginn eftir.Vísir/Ívar Fannar Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Helsta verkefnið þessa dagana sem aðra er að selja fasteignir og ná í ný verkefni fyrir Valhöll. Árið fer vel af stað og það er mikið um sölur og verðmæti ásamt því að það eru margar nýjar eignir að koma í sölu. Svo er ég að skipuleggja „Kick-Off“ dag Valhallar en það er dagur þar sem starfsfólk fasteignasölunnar hittist í skemmtilegu umhverfi og við fræðumst um málefni tengd okkar störfum og svo gerum við vel við okkur í mat og drykk. Þá var nýr starfsmaður að hefja störf hjá okkur og er ég að reyna koma henni vel inn í starfið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Yfirleitt eru verkefnin ansi mörg sem ég þarf að leysa á degi hverjum og því nauðsynlegt að skipuleggja sig vel. Ég er algjör „to do“-listamaður. Þegar ég mæti í vinnuna á morgnanna þá skrifa ég niður þau verkefni sem eru fram undan yfir daginn og hefst svo handa við að leysa þau eitt af öðru. Eðli starfsins er samt þannig að nánast undantekningarlaust koma upp ófyrirséð verkefni sem þarf að leysa strax og þá á skipulagið til að riðlast. Það er nánast regla að ég næ ekki að klára öll þau verkefni sem ég ætlaði að ljúka yfir daginn og því eiga verkefnin til að birtast aftur á „to do“-lista næsta dags.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er yfirleitt kominn upp í rúm um klukkan tíu. Þá byrja ég kannski að horfa á þátt eða mynd eða gríp í bók. Svo reyni ég að vera sofnaður um klukkan hálf tólf þó að það dragist stundum aðeins.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, móðgaðist mjög þegar Viðskiptablaðið sagði hana hundleiðinlega og húmorslausa. Enda er hún að grínast allan daginn! Höllu finnst alræði A-fólksins í þjóðfélaginu nokkuð ýkt. 24. janúar 2026 10:01 Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. 17. janúar 2026 10:00 Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03 Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan hringir yfirleitt um klukkan 6:40. Ég snúsa hana einu sinni til tvisvar og er því almennilega vaknaður um klukkan 6:53.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja á að teygja mig í símann og athuga hvort ég hafi fengið einhverja tölvupósta frá því að ég sofnaði og svara þeim ef einhverjir eru. Svo renni ég yfir helstu fréttir og kíki á samfélagsmiðla. Ef ég er vel upplagður þá skelli ég mér í íþróttagallann og fer í ræktina og gufu. Ef það er einhver leti í mér þá tek ég slurk í heimilisstörfunum og fer svo í vinnuna.“ Hvaða heimilistörfum ertu stoltastur af að sinna? „Þegar stórt er spurt... Ég held að ég verði bara að vera hreinskilinn og viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega stoltur af neinum heimilisstörfum. Ég fæ stundum aðstoð við þrifin og svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni. Ég er samt lunkinn málari og er óhræddur við að grípa í pensilinn þegar það þarf að mála.“ Snorri skrifar verkefnalista í byrjun vinnudags og segist algjör to-do-listamaður. Vinnudagurinn sé þó svo ófyrirséður að það sé undantekning frekar en regla að ná ekki að klára verkefnalistann og þurfa því að skrifa niður sum verkefni aftur á listann daginn eftir.Vísir/Ívar Fannar Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Helsta verkefnið þessa dagana sem aðra er að selja fasteignir og ná í ný verkefni fyrir Valhöll. Árið fer vel af stað og það er mikið um sölur og verðmæti ásamt því að það eru margar nýjar eignir að koma í sölu. Svo er ég að skipuleggja „Kick-Off“ dag Valhallar en það er dagur þar sem starfsfólk fasteignasölunnar hittist í skemmtilegu umhverfi og við fræðumst um málefni tengd okkar störfum og svo gerum við vel við okkur í mat og drykk. Þá var nýr starfsmaður að hefja störf hjá okkur og er ég að reyna koma henni vel inn í starfið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Yfirleitt eru verkefnin ansi mörg sem ég þarf að leysa á degi hverjum og því nauðsynlegt að skipuleggja sig vel. Ég er algjör „to do“-listamaður. Þegar ég mæti í vinnuna á morgnanna þá skrifa ég niður þau verkefni sem eru fram undan yfir daginn og hefst svo handa við að leysa þau eitt af öðru. Eðli starfsins er samt þannig að nánast undantekningarlaust koma upp ófyrirséð verkefni sem þarf að leysa strax og þá á skipulagið til að riðlast. Það er nánast regla að ég næ ekki að klára öll þau verkefni sem ég ætlaði að ljúka yfir daginn og því eiga verkefnin til að birtast aftur á „to do“-lista næsta dags.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er yfirleitt kominn upp í rúm um klukkan tíu. Þá byrja ég kannski að horfa á þátt eða mynd eða gríp í bók. Svo reyni ég að vera sofnaður um klukkan hálf tólf þó að það dragist stundum aðeins.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, móðgaðist mjög þegar Viðskiptablaðið sagði hana hundleiðinlega og húmorslausa. Enda er hún að grínast allan daginn! Höllu finnst alræði A-fólksins í þjóðfélaginu nokkuð ýkt. 24. janúar 2026 10:01 Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. 17. janúar 2026 10:00 Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03 Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Sjá meira
Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, móðgaðist mjög þegar Viðskiptablaðið sagði hana hundleiðinlega og húmorslausa. Enda er hún að grínast allan daginn! Höllu finnst alræði A-fólksins í þjóðfélaginu nokkuð ýkt. 24. janúar 2026 10:01
Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. 17. janúar 2026 10:00
Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03
Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00
Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00