Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. Félags- og heilbrigðismál áberandi í aðgerðunum sem kynntar voru í gær en gagnrýni á annan aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar kemur úr öllum áttum. Stjórnarandstaðan átti von á að stærri skref yrðu tekin og atvinnulífið taldi að meira yrði gert til að tryggja rekstur fyrirtækja. Miðbær Reykjavík á tímum Covid-19Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar munu koma í skrefum „Í báðum þessum pökkum sem kynntir voru í gær eru aðgerðir fyrir fyrirtækin. Núna var það fyrir smærri fyrirtækin. Það er líka alveg ljóst að sú aðgerð sem við fórum í til þess að bæði verja hagsmuni launamanna og fyrirtækja með hlutabótaleiðinni, það var hugsað til þess að ná að brúa þetta bil. Við höfum líka sagt að það muni kalla á endurskoðun á því vegna þess að það sé að lengja í þessu. Það úrræði er þegar orðið miklu stærra heldur en að gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysistryggingasjóður fari að minnsta kosti 70 milljarða fram úr fjárlögum þessa árs. Félagsmálaráðherra reiknar með því að á milli 20-25% af vinnumarkaðinum sé með einum eða öðrum hætti í tengslum við atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin til skoðunar Hlutabótaleiðin sem stjórnvöld settu á í mars gildir til loka maímánaðar. Ljóst sé að ekki muni öll fyrirtæki ráða við að hafa starfsmenn í 25% starfshlutfalli þegar tekjustreymi er lítið sem ekkert og að þannig verði það áfram. „Ég ítreka það að þessi leið átti að renna sitt skeið í lok maí og við munum koma með tillögur að því með hvaða hætti gerðar verði breytingar á henni og hvort eða hvernig henni verður framhaldið svona í kringum mánaðamótin,“ segir Ásmundur. Aðgerðir í húsnæðismálum verða kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að sögn félagsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar Í þrjátíu og sex síðna kynningu sem fylgdi með aðgerðarpakkastjórnvalda í gær kemur hvergi fyrir með hvaða hætti stjórnvöld hyggjast styðja við rekstur heimila í landinu. „Það var ekki inni í þessum pakka núna. Við gerum ráð fyrir því að eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn þá muni þurfa frekari aðgerðir fyrir húsnæðismál og fyrir heimili. Við erum að vinna í því og forma það dag frá degi. Það er alveg ljóst að við munum koma með aðgerðir enda er fullkomlega eðlilegt, og ég er algjörlega sammála því að það er mikilvægt að verja heimilin með saman hætti og við erum að verja fyrirtækin,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Húsnæðismál Félagsmál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. Félags- og heilbrigðismál áberandi í aðgerðunum sem kynntar voru í gær en gagnrýni á annan aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar kemur úr öllum áttum. Stjórnarandstaðan átti von á að stærri skref yrðu tekin og atvinnulífið taldi að meira yrði gert til að tryggja rekstur fyrirtækja. Miðbær Reykjavík á tímum Covid-19Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar munu koma í skrefum „Í báðum þessum pökkum sem kynntir voru í gær eru aðgerðir fyrir fyrirtækin. Núna var það fyrir smærri fyrirtækin. Það er líka alveg ljóst að sú aðgerð sem við fórum í til þess að bæði verja hagsmuni launamanna og fyrirtækja með hlutabótaleiðinni, það var hugsað til þess að ná að brúa þetta bil. Við höfum líka sagt að það muni kalla á endurskoðun á því vegna þess að það sé að lengja í þessu. Það úrræði er þegar orðið miklu stærra heldur en að gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysistryggingasjóður fari að minnsta kosti 70 milljarða fram úr fjárlögum þessa árs. Félagsmálaráðherra reiknar með því að á milli 20-25% af vinnumarkaðinum sé með einum eða öðrum hætti í tengslum við atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin til skoðunar Hlutabótaleiðin sem stjórnvöld settu á í mars gildir til loka maímánaðar. Ljóst sé að ekki muni öll fyrirtæki ráða við að hafa starfsmenn í 25% starfshlutfalli þegar tekjustreymi er lítið sem ekkert og að þannig verði það áfram. „Ég ítreka það að þessi leið átti að renna sitt skeið í lok maí og við munum koma með tillögur að því með hvaða hætti gerðar verði breytingar á henni og hvort eða hvernig henni verður framhaldið svona í kringum mánaðamótin,“ segir Ásmundur. Aðgerðir í húsnæðismálum verða kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að sögn félagsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar Í þrjátíu og sex síðna kynningu sem fylgdi með aðgerðarpakkastjórnvalda í gær kemur hvergi fyrir með hvaða hætti stjórnvöld hyggjast styðja við rekstur heimila í landinu. „Það var ekki inni í þessum pakka núna. Við gerum ráð fyrir því að eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn þá muni þurfa frekari aðgerðir fyrir húsnæðismál og fyrir heimili. Við erum að vinna í því og forma það dag frá degi. Það er alveg ljóst að við munum koma með aðgerðir enda er fullkomlega eðlilegt, og ég er algjörlega sammála því að það er mikilvægt að verja heimilin með saman hætti og við erum að verja fyrirtækin,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Húsnæðismál Félagsmál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08
Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15