Fyrrverandi kennari arfleiddi Landbúnaðarháskólann að 200 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 09:51 Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri fékk rausnarlega gjöf frá fyrrverandi kennara. ja.is Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku.
Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira