Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2020 22:37 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Úrræði stjórnvalda hafa að sögn forystu ríkisstjórnarinnar nýst verulega vel hingað til. Fjármálaráðherra segir þó ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað. “Við erum auðvitað í fyrsta lagi að leggja verulega áherslu á félagslegar aðgerðir til þess að geta grípa strax inn í hjá þeim sem að núna eiga í erfiðleikum. Í öðru lagi er þetta stórar aðgerðir gagnvart litum og meðal stórum fyrirtækjum. Við erum í raun og vera að reyna að ná til þeirra sem kannski þurfa að bíða lengur eftir brúarlánunum sem við kynntum í fyrsta pakkanum, með því annars vegar að hafa styrki til fyrirtækja sem þurftu að loka og hins vegar stuðningslánin fyrir smærri fyrirtæki. Og í þriðja lagi erum við að boða stórsókn þegar kemur að nýsköpun, þekkingargeira, matvælaframleiðslu og skapandi greinum,” sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í aukafréttatíma fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar síðdegis. “Við erum að sjá dýpri kreppu heldur en við áður spáðum. Við sjáum það að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur spá mestu efnahagskreppu í heiminum, það er nú engin smá yfirlýsing, síðan í kreppunni miklu. Við förum ekki varhluta af þessu. Við finnum fyrir því hér að það er mikið tekjufall hjá mörgum og til þess að koma í veg fyrir keðjuverkun sem af þessu hlýst þá erum við að tryggja með fyrri aðgerðarpakka og núna þessum úrræðum að fyrirtæki geti betur staðið í skilum, greitt laun og gert áætlanir um það hvernig menn komast út úr þessu ástandi,” sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á blaðamannafundinum í dag.Vísir/Vilhelm Teljið þið að þessar aðgerðir sem kynntar hafa verið séu nóg? “Eins og ég sagði þá er þetta ekki örugglega síðasti aðgerðarpakkinn og það er það er margt annað sem er í vinnslu hjá okkur, en það er líka mikilvægt að við komum þessum aðgerðum í virkni jafn óðum,” sagði Katrín. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirunnar og það verður þannig áfram. Fyrirtæki sem jafnvel geta ekki haldið fólki í tuttugu og fimm prósenta starfi og farið hlutabótaleiðina. hvað kemur þessi pakki og sá fyrsti til með að fleyta þessum fyrirtækjum langt? “Við getum séð úrræðin og spurt okkur, eru þau að nýtast. Fjöldi þeirra sem eru komnir á úrræðin segja að þau eru að nýtast gríðarlega vel,” segir Bjarni. Líklegt að alda gjadþrota muni ríða yfir “Ég held að það sé óumflýjanlegt við svona aðstæður þar sem við erum að fara inn í mesta efnahagssamdrátt mögulega í hundrað ár að við sjáum aukningu í gjaldþrotum. Ég sá fréttir um það strax í dag að sumir eru þegar komin í gjaldþrot,” sagði Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Úrræði stjórnvalda hafa að sögn forystu ríkisstjórnarinnar nýst verulega vel hingað til. Fjármálaráðherra segir þó ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað. “Við erum auðvitað í fyrsta lagi að leggja verulega áherslu á félagslegar aðgerðir til þess að geta grípa strax inn í hjá þeim sem að núna eiga í erfiðleikum. Í öðru lagi er þetta stórar aðgerðir gagnvart litum og meðal stórum fyrirtækjum. Við erum í raun og vera að reyna að ná til þeirra sem kannski þurfa að bíða lengur eftir brúarlánunum sem við kynntum í fyrsta pakkanum, með því annars vegar að hafa styrki til fyrirtækja sem þurftu að loka og hins vegar stuðningslánin fyrir smærri fyrirtæki. Og í þriðja lagi erum við að boða stórsókn þegar kemur að nýsköpun, þekkingargeira, matvælaframleiðslu og skapandi greinum,” sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í aukafréttatíma fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar síðdegis. “Við erum að sjá dýpri kreppu heldur en við áður spáðum. Við sjáum það að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur spá mestu efnahagskreppu í heiminum, það er nú engin smá yfirlýsing, síðan í kreppunni miklu. Við förum ekki varhluta af þessu. Við finnum fyrir því hér að það er mikið tekjufall hjá mörgum og til þess að koma í veg fyrir keðjuverkun sem af þessu hlýst þá erum við að tryggja með fyrri aðgerðarpakka og núna þessum úrræðum að fyrirtæki geti betur staðið í skilum, greitt laun og gert áætlanir um það hvernig menn komast út úr þessu ástandi,” sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á blaðamannafundinum í dag.Vísir/Vilhelm Teljið þið að þessar aðgerðir sem kynntar hafa verið séu nóg? “Eins og ég sagði þá er þetta ekki örugglega síðasti aðgerðarpakkinn og það er það er margt annað sem er í vinnslu hjá okkur, en það er líka mikilvægt að við komum þessum aðgerðum í virkni jafn óðum,” sagði Katrín. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirunnar og það verður þannig áfram. Fyrirtæki sem jafnvel geta ekki haldið fólki í tuttugu og fimm prósenta starfi og farið hlutabótaleiðina. hvað kemur þessi pakki og sá fyrsti til með að fleyta þessum fyrirtækjum langt? “Við getum séð úrræðin og spurt okkur, eru þau að nýtast. Fjöldi þeirra sem eru komnir á úrræðin segja að þau eru að nýtast gríðarlega vel,” segir Bjarni. Líklegt að alda gjadþrota muni ríða yfir “Ég held að það sé óumflýjanlegt við svona aðstæður þar sem við erum að fara inn í mesta efnahagssamdrátt mögulega í hundrað ár að við sjáum aukningu í gjaldþrotum. Ég sá fréttir um það strax í dag að sumir eru þegar komin í gjaldþrot,” sagði Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35
„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31
Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00