„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 21:00 Elfar Árni Aðalsteinsson raðaði inn mörkum fyrir KA á síðustu leiktíð. vísir/bára Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Sjá meira
Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga