Ríkisstjórn afgreiðir frumvarp um fjárstuðning við fyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 12:06 Ríkisstjórnin kynnir annan aðgerðarpakka sinn fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna, leiðtogum stjórnarandstöðunnar og síðan almenningi á fréttamannafundi í dag. Stöð 2/Egill Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00
ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22