Ríkisstjórn afgreiðir frumvarp um fjárstuðning við fyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 12:06 Ríkisstjórnin kynnir annan aðgerðarpakka sinn fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna, leiðtogum stjórnarandstöðunnar og síðan almenningi á fréttamannafundi í dag. Stöð 2/Egill Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Sjá meira
Ríkisstjórnin mun leggja til auknar fjárveitingar á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins og beinan fjárstuðning við rekstraraðila, samkvæmt dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðarpakka númer tvö á fundi sínum í morgun. Þeirra og meðal eru frumvörp frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um frekari aðgerðir, að öllum líkindum bandorms frumvarp um breytingar á ýmsum lögum eins og í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þá samþykkti rikisstjórnin fyrir sitt leyti einnig að leggja fram nýtt frumvarp til fjáraukalaga sem þýðir að stefnt er að auknum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári umfram það sem áður hefur verið ákveðið. Það vekur einnig athygli að eitt frumvarpa fjármálaráðherra er um „fjárstuðning við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.“ En fjármálaráðherra hefur áður sagt að skoða verði beinan fjárstuðning við fyrirtæki. Á ríkisstjórnarfundinum í morgun var kynnt uppfærð sviðsmynd um efnahagshorfur sem væntanlega verður einnig kynnt þingflokkum og almenningi á fréttamannafundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Safnahúsinu klukkan fjögur. Félagsmálaráðherra greindi frá aukinni fjárþörf Vinnumálastofnunar á ríkisstjórnarfundinum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti frumvarp um breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra greindu frá tillögum um ferðatakmarkanir til landsins. Tillaga heilbrigðisráðherra að auglýsingu um afléttingu á takmörkunum á samkomum og skólahaldi hinn 4. maí var afgreidd í ríkisstjórn og hún kynnti einnig drög að stefnu í endurhæfingu. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um Matvælasjóð var afgreitt og menntamálaráðherra kynnti skiptingu fjárveitinga til lista, menningarstarfs og íþrótta.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00 ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. 20. apríl 2020 20:00
ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. 20. apríl 2020 10:22