Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2020 10:33 Fyrsti áfanginn sem á að breikka á Kjalarnesi liggur milli Varmhóla og Grundarhverfis. Vegagerðin vonast til að framkvæmdir þar geti hafist í sumar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira