Grótta uppfærði samninga við leikmenn en enn eru engar fastar launagreiðslur Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 21:00 Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. mynd/grótta Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira