Grótta uppfærði samninga við leikmenn en enn eru engar fastar launagreiðslur Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 21:00 Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. mynd/grótta Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira