Innantómt upphlaup Atli Bollason skrifar 20. apríl 2020 10:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Atli Bollason Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar