Heimilisköttur í Belgíu greindur með kórónuveiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 17:09 COVID-19 greindist í heimilisketti í Belgíu. Getty/Frank Rumpenhorst „Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“ Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“
Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20