Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2020 21:20 Strætó mun draga úr akstri vegna kórónuveirufaraldursins og taka breytingar á leiðakerfi gildi þriðjudaginn 31. mars. vísir Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Breytingarnar verða eftirfarandi: Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun með nokkrum undantekningum: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum; Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun; Leiðir 8, 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri; Á virkum dögum mun leið 15 aka fjórar skipulagðar ferðir frá Reykjalundi í átt að Flyðrugranda. Vilji farþegar stoppa hjá Reykjalundi á leið í átt að Mosfellsbæ þurfa þeir að láta vagnstjórann vita og mun hann taka krók að Reykjalundi. Þá verður aukaferðum bætt við á morgnanna til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður óbreyttur. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér. Öllum næturakstri úr miðbænum um helgar verður hætt tímabundið. Þá verður biðstöðvatöflum á stoppistöðvum ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlunartíma inni á heimasíðu Strætó eða í snjallsímaforriti Strætó. Farþegar eru einnig minntir á að framhurð vagna er lokuð og farþegar eru beðnir um að ganga inn um aftari dyr vagnsins. Innra rými vagnanna er skipt í tvo hluta og hefur borði verið strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til að aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Farþegar eru einnig beðnir um að nýta sér Strætóappið til að greiða fyrir ferðirnar eða notast við strætókort til að fækka snertifleti um borð í vögnunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23 Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Breytingarnar verða eftirfarandi: Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun með nokkrum undantekningum: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum; Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun; Leiðir 8, 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri; Á virkum dögum mun leið 15 aka fjórar skipulagðar ferðir frá Reykjalundi í átt að Flyðrugranda. Vilji farþegar stoppa hjá Reykjalundi á leið í átt að Mosfellsbæ þurfa þeir að láta vagnstjórann vita og mun hann taka krók að Reykjalundi. Þá verður aukaferðum bætt við á morgnanna til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður óbreyttur. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér. Öllum næturakstri úr miðbænum um helgar verður hætt tímabundið. Þá verður biðstöðvatöflum á stoppistöðvum ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlunartíma inni á heimasíðu Strætó eða í snjallsímaforriti Strætó. Farþegar eru einnig minntir á að framhurð vagna er lokuð og farþegar eru beðnir um að ganga inn um aftari dyr vagnsins. Innra rými vagnanna er skipt í tvo hluta og hefur borði verið strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til að aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Farþegar eru einnig beðnir um að nýta sér Strætóappið til að greiða fyrir ferðirnar eða notast við strætókort til að fækka snertifleti um borð í vögnunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23 Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23
Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27