Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2020 19:00 Alþingismenn bíða eftir að komast inn í þingsal til að greiða atkvæði um frumvarp um aðgerðarátælun vegna kórónuveirunnar. Vísir Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. Ólíklegt þykir að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar sem hljóða upp á 30 milljarða verði samþykktar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim pakka sem stendur til að afgreiða í dag hljóða upp á tæplega 26 milljarða að teknu tilliti til breytingatillagna sem gera ráð fyrir um 4,6 milljarða aukningu frá því sem gert var ráð fyrir í fyrstu umræðu. Af þeim sex málum sem voru á dagskrá Alþingis í dag er einna fyrirferðarmestur bandormurinn svokallaði, frumvarp um ýmsar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar kórónuveirufaraldursins, umræða um fjáraukalög 2020 og þingsályktun um sérstakt fjárfestingaátak. Málin taka nokkrum breytingum frá því sem kynnt var við fyrstu umræðu í síðustu viku þar. Þar var gert ráð fyrir um 21,1 milljarði en við bætast hátt í 5 milljarðar samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar. Þannig er gert ráð fyrir að hækka framlög til fjárfestinga um tæpa þrjá milljarða, einum milljarði til viðbótar verði veitt í heilbrigðiskerfið og þá er gert ráð fyrir fjármagni til að greiða öryrkjum tuttugu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu í sumar. Þá er svigrúm til fyrirtækja til að fresta greiðslum opinberra skatta og gjalda aukið enn frekar svo fátt eitt sé nefnt en þá eru ótaldar þær aðgerðir sem þegar hafa verið samþykktar á borð við hlutabótaleiðina svokölluðu og lög um laun í sóttkví. „Sumum finnst ekki nægilega langt gengið hér og mörgu get ég tekið undir í þeim efnum. Ég hins vegar segi það er alveg ljóst og það hefur öllum nefndarmönnum verið ljóst, að þetta er bara fyrsti leikhluti og ég veit ekki hversu leikhlutarnir verða margir þegar uppi er staðið,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er hann mælti fyrir nefndaráliti vegna bandormsins á Alþingi í dag. Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í fjórum flokkum og hljóða alls upp á 30 milljarða.Vísir/Hafsteinn Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar lögðu í sameiningu fram breytingatillögur sem hljóða upp á þrjátíu milljarða til viðbótar við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þeim færi 9,1 milljarður til nýsköpunar og sprotafyrirtækja, 9 milljarðar í vegaframkvæmdir, 4,6 milljarðar í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar og 7,3 milljarðar til velferðarmála. „Þið ætlist til að við samþykkjum allt frá ykkur, og við gerum það eftir því sem ég best veit, af hverju samþykkið þið ekki eitthvað frá okkur,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðu um fjáraukalög og beindi orðum sínum til stjórnarmeirihlutans. Almennt virðist samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa gengið vel við vinnslu þessara mála á Alþingi þótt skiptar skoðanir séu uppi um ýmis mál. Atkvæðagreiðsla um málið hófst á Alþingi nú klukkan 19 og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér að neðan eða á Alþingisvefnum. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum. 30. mars 2020 14:09 Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. 30. mars 2020 12:30 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. Ólíklegt þykir að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar sem hljóða upp á 30 milljarða verði samþykktar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim pakka sem stendur til að afgreiða í dag hljóða upp á tæplega 26 milljarða að teknu tilliti til breytingatillagna sem gera ráð fyrir um 4,6 milljarða aukningu frá því sem gert var ráð fyrir í fyrstu umræðu. Af þeim sex málum sem voru á dagskrá Alþingis í dag er einna fyrirferðarmestur bandormurinn svokallaði, frumvarp um ýmsar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar kórónuveirufaraldursins, umræða um fjáraukalög 2020 og þingsályktun um sérstakt fjárfestingaátak. Málin taka nokkrum breytingum frá því sem kynnt var við fyrstu umræðu í síðustu viku þar. Þar var gert ráð fyrir um 21,1 milljarði en við bætast hátt í 5 milljarðar samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar. Þannig er gert ráð fyrir að hækka framlög til fjárfestinga um tæpa þrjá milljarða, einum milljarði til viðbótar verði veitt í heilbrigðiskerfið og þá er gert ráð fyrir fjármagni til að greiða öryrkjum tuttugu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu í sumar. Þá er svigrúm til fyrirtækja til að fresta greiðslum opinberra skatta og gjalda aukið enn frekar svo fátt eitt sé nefnt en þá eru ótaldar þær aðgerðir sem þegar hafa verið samþykktar á borð við hlutabótaleiðina svokölluðu og lög um laun í sóttkví. „Sumum finnst ekki nægilega langt gengið hér og mörgu get ég tekið undir í þeim efnum. Ég hins vegar segi það er alveg ljóst og það hefur öllum nefndarmönnum verið ljóst, að þetta er bara fyrsti leikhluti og ég veit ekki hversu leikhlutarnir verða margir þegar uppi er staðið,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er hann mælti fyrir nefndaráliti vegna bandormsins á Alþingi í dag. Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í fjórum flokkum og hljóða alls upp á 30 milljarða.Vísir/Hafsteinn Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar lögðu í sameiningu fram breytingatillögur sem hljóða upp á þrjátíu milljarða til viðbótar við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þeim færi 9,1 milljarður til nýsköpunar og sprotafyrirtækja, 9 milljarðar í vegaframkvæmdir, 4,6 milljarðar í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar og 7,3 milljarðar til velferðarmála. „Þið ætlist til að við samþykkjum allt frá ykkur, og við gerum það eftir því sem ég best veit, af hverju samþykkið þið ekki eitthvað frá okkur,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðu um fjáraukalög og beindi orðum sínum til stjórnarmeirihlutans. Almennt virðist samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa gengið vel við vinnslu þessara mála á Alþingi þótt skiptar skoðanir séu uppi um ýmis mál. Atkvæðagreiðsla um málið hófst á Alþingi nú klukkan 19 og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér að neðan eða á Alþingisvefnum.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum. 30. mars 2020 14:09 Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. 30. mars 2020 12:30 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum. 30. mars 2020 14:09
Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. 30. mars 2020 12:30
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07