Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 15:54 Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða. AP/Chiang Ying-ying Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira