Ekkert sem bendir til að COVID-19 leggist þyngra á ófrískar konur Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 15:26 Ekki stendur til að slaka á heimsóknarbanni á sængurlegudeild á Landspítalanum að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Skýr lína er að ófrískar konur ættu að halda sig heima við eftir 36 viku meðgöngu en ekkert bendir til þess að þær smitist frekar af COVID-19 eða verði veikari en aðrir, að sögn Ölmu Möller, landlæknis. Yfirljósmóðir á Landspítalanum ráðlagði verðandi mærðum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alma landlæknir var spurð út í þau tilmæli á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag og sagði að skýr lína væri að konum væri ráðlagt að halda sig til hlés eftir 36 viku meðgöngu og að það byggði á erlendum leiðbeiningum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að þeim tilmælum væri ætlað að tryggja að konur bæru ekki smit inn á fæðingardeild spítala. „Við viljum auðvitað vernda konurnar eins og aðrar en líka þá þarf auðvitað meiri mannafla til að sinna fæðandi konu sem er með COVID og svo er gríðarlega mikilvægt að vernda þann fámenna hóp starsfmanna sem sinnir þessari sérhæfðu þjónustu,“ sagði Alma landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að ekki stæði til að endurskoða gestabann á sængurlegudeild. Flestir stoppi stutt á deildinni og til að verja mikilvæga starfsemi sem ekki sé mannmörg væri mikilvægt að þrengja áfram að heimsóknum eins og gert hafi verið til þessa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42 Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Skýr lína er að ófrískar konur ættu að halda sig heima við eftir 36 viku meðgöngu en ekkert bendir til þess að þær smitist frekar af COVID-19 eða verði veikari en aðrir, að sögn Ölmu Möller, landlæknis. Yfirljósmóðir á Landspítalanum ráðlagði verðandi mærðum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alma landlæknir var spurð út í þau tilmæli á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag og sagði að skýr lína væri að konum væri ráðlagt að halda sig til hlés eftir 36 viku meðgöngu og að það byggði á erlendum leiðbeiningum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að þeim tilmælum væri ætlað að tryggja að konur bæru ekki smit inn á fæðingardeild spítala. „Við viljum auðvitað vernda konurnar eins og aðrar en líka þá þarf auðvitað meiri mannafla til að sinna fæðandi konu sem er með COVID og svo er gríðarlega mikilvægt að vernda þann fámenna hóp starsfmanna sem sinnir þessari sérhæfðu þjónustu,“ sagði Alma landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að ekki stæði til að endurskoða gestabann á sængurlegudeild. Flestir stoppi stutt á deildinni og til að verja mikilvæga starfsemi sem ekki sé mannmörg væri mikilvægt að þrengja áfram að heimsóknum eins og gert hafi verið til þessa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42 Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48
Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42
Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01