Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 11:38 Íran glímir ekki aðeins við þúsundir dauðsfalla vegna kórónuveirunnar heldur einnig afleiðingar þess að þúsundir hafa drukkið tréspíra. AP/Vahid Salemi Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. Íranski fjölmiðlar segja að hátt í 300 manns hafi látið lífið og fleiri en þúsund veikst af því að drekka tréspíra, metanól, vegna þess að fólk telur að hann veiti vernd gegn veirunni. Læknir í landinu sem AP-fréttastofan hefur rætt við segir að raunverulegur fjöldi sé 480 látnir og 2.850 veikir. Tréspíri er á meðal gerviúrræða gegn faraldrinum sem haldið er á lofti á samfélagsmiðlum í Íran. Í færslum er því haldið fram að breskir kennarar hafi læknað sig með viskíi og hunangi. Þegar við bætast ráðleggingar um að fólk noti spritt til að verjast smiti hafa sumir ályktað ranglega að með því að drekka sterkt áfengi sé hægt að drepa veiruna. Áfengisneysla er bönnuð í Íran og því leita margir á náðir sprúttsala. Margir landsmenn eru sagðir opnir fyrir upplýsingafalsi af þessu tagi þar sem þeir tortryggja stjórnvöld sem reyndu lengi framan af að gera lítið úr faraldrinum sem hefur valdið miklum usla í Íran. Um 2.200 manns hafa látist og 29.000 greinst smitaðir í faraldrinum í Íran og óttast sérfræðingar að stjórnvöld feli raunverulegt umfang hans. Sjá einnig: Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum „Önnur lönd glíma bara við eitt vandamál sem er faraldur nýju kórónuveirunnar en við berjumst á tveimur vígstöðvum hér. Við þurfum bæði að lækna fólk með áfengiseitrun og berjast við kórónuveiruna,“ segir Hossein Hassanian, ráðgjafi íranska heilbrigðisráðuneytisins. Tréspíri veldur seinkuðum heila- og líffæraskaða. Þeir sem drekka hann geta fengið brjóstverki eða ógleði, þeir lent í oföndun, orðið blindir eða jafnvel fallið í dá. Níu manns létust eftir að þeir drukku tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35 Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. 27. mars 2020 13:35
Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. 17. mars 2020 12:23