Skiptar skoðanir meðal grunnskólakennara Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 3. apríl 2020 09:30 Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar