Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 12:30 Rakel Dögg Bragadóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Vísir/Bára Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira