Við erum öll almannavarnir - við erum öllum barnavernd Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. mars 2020 07:00 Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Barnavernd Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun