Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2020 20:56 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, ræddi við Heimi Má í Víglínunni í dag. Stöð 2 „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í Víglínunni í dag. Hann sagði að spítalanum, sem er gömul og fastheldin stofnun, hafi verið umbylt á mjög stuttum tíma. „Þarna hafa allir komið að og lagst á árarnar, bæði stjórnendur, fagfólk, ólærðir, allir sem einn hafa lagst á árarnar að breyta starfsemi spítalans þannig það tali sem best við það sem er að gerast í samfélaginu og með það að markmiði að vernda sem mest okkar starfsemi innan spítalans.“ Þá sagði hann að ekki megi gleyma því að þó það sem sé að ske nú í samfélaginu sé alvarlegt að enn séu einstaklingar á spítalanum sem glíma við langvinn veikindi og spítalinn þurfi enn að sinna hlutverki sínu á sama tíma og hann er að glíma við þessa alheimsvá. Búið er að skipta Landspítalanum upp í tvo hluta, annars vegar er það Landspítali í Fossvogi þar sem tekið verður á móti kórónuveikum sjúklingum, og hins vegar Landspítali við Hringbraut þar sem ekki verður tekið við kórónusmituðum sjúklingum vísvitandi. „Það sem okkur hefur á sumum tímum þótt vera óhagræði að hafa starfsemina í tveimur húsum, hvað það í rauninni reynist okkur mikil lyftistöng í því að geta hagað okkar viðbragði á sem skynsamlegastan hátt núna,“ sagði Már. Hægt sé að flytja starfsemi sem áður hefur verið í Fossvogi á Hringbraut og brúkað Fossvogsspítala fyrir vánna sem nú herjar á samfélagið. COVID göngudeildin skiptir sköpum Þá sagið hann að verði fjöldi tilfella á versta veg miðað við svartsýnustu spár verði um 2.500 til 3.000 manns á hverjum tíma og 20 prósent þeirra þarfnist spítalavistar sem eru um 500 manns. Verstu tilfellin gætu þurft að leggjast inn á gjörgæslu og þurfa að fara í öndunarvél. „Það sem við erum hins vegar að sjá, miðað við svartsýnni spánna, þá erum við þar með tilliti til öndunarvélamálana.“ „Ef við lítum til fjölda þeirra sem eru innlagðir þá erum við ekki að sjá eins svartsýna tölu og svartsýnustu spár höfðu gert ráð fyrir,“ bætti hann við. „Ég held að það komi til, eða það eru spekúlasjónir hjá okkur, að með því að setja upp svokallaða COVID göngudeild sem er liður í þessari umbyltingu sem hefur orðið hjá okkur erum við að fylgja fólki eftir og áhættugreina það miðað við undirliggjandi sjúkdóma, aldur og líðan fólksins, þá hefur okkur tekist að forða innlögnum.“ Með tilkomu göngudeildarinnar hefur verið komið upp kerfi þar sem þeir sem smitaðir eru af veirunni geta verið heima í stað þess að leggjast inn á sjúkrahús en upplýsingaflæði er gott, heilbrigðisstarfsmenn hafa samband daglega og fólk hefur jafnvel „hitt“ heilbrigðisstarfsfólk í gegn um fjarfundabúnað. Þetta sagði Már mikilvægan lið í að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar, enda lykilatriði að smitaðir komist ekki í snertingu við aðra. „Markmiðið með þessu sem við erum að gera það er að halda fólkinu heima, þá nær það hvíld, það er ekki að útsetja aðra aðila og það er verið að fylgjast með því og þannig fær það fullvissu um það að það sé verið að hugsa um það og slær vonandi á ótta og angist,“ sagði Már. „Ef það sýnir merki þess að því er að versna þá er hægt að kalla það til á skipulagðan hátt, við skipulagðar kringumstæður og þar hittir það fólk sem er með allan varnarbúnað í lagi.“ Mikil gæfa að geta aðskilið COVID starfsemina frá annarri Nýlega voru gögn birt frá Kína um batahorfur einstaklinga sem þurftu á öndunarvélum að halda og voru þau að Más sögn hræðileg. Yfir 90 prósent þeirra sem fóru í öndunarvélar áttu ekki afturkvæmt. Hann sagði þó þurfa að setja þetta í samhengi við aðstæður hér á landi. „Í Kína var fólk tekið í bólinu vegna þess að þetta var í rauninni að gerast í þeirra samfélagi og það var í rauninni ekki viðbragð og þeir þurftu, eins og frægt er orðið, að byggja þarna bráðaspítala upp á 2.500 stæði á engri stundu. Ég held að þeir hafi misst af tækifærum, ég er ekki viss að þessar tölur endurspegli endilega raunveruleikann,“ sagði hann og varpaði fram þeirri spurningu hver okkar raunveruleiki væri. „Við erum í mjög sérstakri stöðu, það er voða erfitt að ræða íslenskt heilbrigðiskerfi í samhengi við það sem er erlendis. Hér erum við með eitt stórt sjúkrahús í Reykjavík, við erum með minna sjúkrahús á Akureyri og þetta eru einu tveir staðirnir sem geta sinnt svona veiku fólki af einhverjum mæli. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að geta aðskilið COVID starfsemi frá non-COVID starfsemi, að minnsta kosti eins og við erum að setja upp plönin.“ Búið er að skipuleggja starfsemina á Fossvogi vel og þar getur gjörgæslan sinnt tíu til ellefu manns hverju sinni og búið er að bæta við öndunarvélum á sjúkrahúsinu sem gefnar voru á sjúkrahúsið og eru nú til margir tugir öndunarvéla á sjúkrahúsinu. Már segist ekki sjá það fyrir að glímt verði við öndunarvélaþurrð á sjúkrahúsinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Blikur á lofti og falinn framheilaskaði í Víglínunni Það er samdráttur í efnahagsmálunum með vaxandi atvinnuleysi og blikur á lofti í ferðaþjónustunni sem hefur haft mikil áhrif á starfsemi flugfélaga 1. mars 2020 16:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
„Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í Víglínunni í dag. Hann sagði að spítalanum, sem er gömul og fastheldin stofnun, hafi verið umbylt á mjög stuttum tíma. „Þarna hafa allir komið að og lagst á árarnar, bæði stjórnendur, fagfólk, ólærðir, allir sem einn hafa lagst á árarnar að breyta starfsemi spítalans þannig það tali sem best við það sem er að gerast í samfélaginu og með það að markmiði að vernda sem mest okkar starfsemi innan spítalans.“ Þá sagði hann að ekki megi gleyma því að þó það sem sé að ske nú í samfélaginu sé alvarlegt að enn séu einstaklingar á spítalanum sem glíma við langvinn veikindi og spítalinn þurfi enn að sinna hlutverki sínu á sama tíma og hann er að glíma við þessa alheimsvá. Búið er að skipta Landspítalanum upp í tvo hluta, annars vegar er það Landspítali í Fossvogi þar sem tekið verður á móti kórónuveikum sjúklingum, og hins vegar Landspítali við Hringbraut þar sem ekki verður tekið við kórónusmituðum sjúklingum vísvitandi. „Það sem okkur hefur á sumum tímum þótt vera óhagræði að hafa starfsemina í tveimur húsum, hvað það í rauninni reynist okkur mikil lyftistöng í því að geta hagað okkar viðbragði á sem skynsamlegastan hátt núna,“ sagði Már. Hægt sé að flytja starfsemi sem áður hefur verið í Fossvogi á Hringbraut og brúkað Fossvogsspítala fyrir vánna sem nú herjar á samfélagið. COVID göngudeildin skiptir sköpum Þá sagið hann að verði fjöldi tilfella á versta veg miðað við svartsýnustu spár verði um 2.500 til 3.000 manns á hverjum tíma og 20 prósent þeirra þarfnist spítalavistar sem eru um 500 manns. Verstu tilfellin gætu þurft að leggjast inn á gjörgæslu og þurfa að fara í öndunarvél. „Það sem við erum hins vegar að sjá, miðað við svartsýnni spánna, þá erum við þar með tilliti til öndunarvélamálana.“ „Ef við lítum til fjölda þeirra sem eru innlagðir þá erum við ekki að sjá eins svartsýna tölu og svartsýnustu spár höfðu gert ráð fyrir,“ bætti hann við. „Ég held að það komi til, eða það eru spekúlasjónir hjá okkur, að með því að setja upp svokallaða COVID göngudeild sem er liður í þessari umbyltingu sem hefur orðið hjá okkur erum við að fylgja fólki eftir og áhættugreina það miðað við undirliggjandi sjúkdóma, aldur og líðan fólksins, þá hefur okkur tekist að forða innlögnum.“ Með tilkomu göngudeildarinnar hefur verið komið upp kerfi þar sem þeir sem smitaðir eru af veirunni geta verið heima í stað þess að leggjast inn á sjúkrahús en upplýsingaflæði er gott, heilbrigðisstarfsmenn hafa samband daglega og fólk hefur jafnvel „hitt“ heilbrigðisstarfsfólk í gegn um fjarfundabúnað. Þetta sagði Már mikilvægan lið í að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar, enda lykilatriði að smitaðir komist ekki í snertingu við aðra. „Markmiðið með þessu sem við erum að gera það er að halda fólkinu heima, þá nær það hvíld, það er ekki að útsetja aðra aðila og það er verið að fylgjast með því og þannig fær það fullvissu um það að það sé verið að hugsa um það og slær vonandi á ótta og angist,“ sagði Már. „Ef það sýnir merki þess að því er að versna þá er hægt að kalla það til á skipulagðan hátt, við skipulagðar kringumstæður og þar hittir það fólk sem er með allan varnarbúnað í lagi.“ Mikil gæfa að geta aðskilið COVID starfsemina frá annarri Nýlega voru gögn birt frá Kína um batahorfur einstaklinga sem þurftu á öndunarvélum að halda og voru þau að Más sögn hræðileg. Yfir 90 prósent þeirra sem fóru í öndunarvélar áttu ekki afturkvæmt. Hann sagði þó þurfa að setja þetta í samhengi við aðstæður hér á landi. „Í Kína var fólk tekið í bólinu vegna þess að þetta var í rauninni að gerast í þeirra samfélagi og það var í rauninni ekki viðbragð og þeir þurftu, eins og frægt er orðið, að byggja þarna bráðaspítala upp á 2.500 stæði á engri stundu. Ég held að þeir hafi misst af tækifærum, ég er ekki viss að þessar tölur endurspegli endilega raunveruleikann,“ sagði hann og varpaði fram þeirri spurningu hver okkar raunveruleiki væri. „Við erum í mjög sérstakri stöðu, það er voða erfitt að ræða íslenskt heilbrigðiskerfi í samhengi við það sem er erlendis. Hér erum við með eitt stórt sjúkrahús í Reykjavík, við erum með minna sjúkrahús á Akureyri og þetta eru einu tveir staðirnir sem geta sinnt svona veiku fólki af einhverjum mæli. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að geta aðskilið COVID starfsemi frá non-COVID starfsemi, að minnsta kosti eins og við erum að setja upp plönin.“ Búið er að skipuleggja starfsemina á Fossvogi vel og þar getur gjörgæslan sinnt tíu til ellefu manns hverju sinni og búið er að bæta við öndunarvélum á sjúkrahúsinu sem gefnar voru á sjúkrahúsið og eru nú til margir tugir öndunarvéla á sjúkrahúsinu. Már segist ekki sjá það fyrir að glímt verði við öndunarvélaþurrð á sjúkrahúsinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Blikur á lofti og falinn framheilaskaði í Víglínunni Það er samdráttur í efnahagsmálunum með vaxandi atvinnuleysi og blikur á lofti í ferðaþjónustunni sem hefur haft mikil áhrif á starfsemi flugfélaga 1. mars 2020 16:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55
Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19
Blikur á lofti og falinn framheilaskaði í Víglínunni Það er samdráttur í efnahagsmálunum með vaxandi atvinnuleysi og blikur á lofti í ferðaþjónustunni sem hefur haft mikil áhrif á starfsemi flugfélaga 1. mars 2020 16:45