Haukar munu fara varlega á leikmannamarkaðnum í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 19:00 Aron Kristjánsson tekur við Haukunum í sumar. vísir/s2s Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron. Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira