Bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur Birgir Olgeirsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 13:56 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira