Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 13:16 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stöðu vinnumála á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin. Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin.
Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira