Rúmlega 100 manns með COVID-19 með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. mars 2020 19:00 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira