Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. apríl 2020 20:05 Miklar áhyggjur eru vegna öryggis Zoom, sem margir nota nú til fjarfunda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Getty Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05
Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15
Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15