Verjum störfin Drífa Snædal skrifar 27. mars 2020 15:06 Það líður vika á milli föstudagspistla en framvindan er slík að það gæti allt eins verið heilt ár. Áhyggjur og viðbrögð við ástandinu eru aðrar en fyrir viku og barátta okkar í verkalýðshreyfingunni breytist frá degi til dags. Ljósið í myrkrinu er að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda skila árangri í að hægja á útbreiðslu veirunnar. Því skal þó haldið til haga að einn lykillinn að því er að gera fólki kleift að vera heima og fá tekjur. Frumvarpið um laun í sóttkví sem var samþykkt fyrir sléttri viku var þungt lóð á vogaskálar þess að vernda fólk fyrir veikindum. Lögin um hlutabætur er annar lykill. Það sýnir sig á fjölda umsókna að þetta úrræði hægir á atvinnuleysi og viðheldur ráðningarsambandi. Öll okkar verkefni þessa dagana snúa einmitt að því að miðla upplýsingum til vinnandi fólks, halda fólki í ráðningarsamböndum og tryggja að fólk haldi tekjum. Síðasta atriðið er sérstaklega mikilvægt því að til að við náum viðspyrnu með sumrinu og hjól atvinnulífsins fari að snúast þarf fólk að hafa tekjur. Alþýðusambandið er í stöðugum viðræðum við stjórnvöld og atvinnurekendur um frekari aðgerðir. Það eru ákveðnir hópar sem falla á milli skips og bryggju sem þarf að tryggja framfærslu. Það er líka mikilvægt að tryggja að við komumst út úr þessu ástandi með sanngjarnt og réttlátt samfélag þar sem enginn getur skotið sér undan ábyrgð á okkar samfélagslegu verkefnum - að tryggja heilsu og velferð og verja kjörin. Farið vel með ykkur! Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það líður vika á milli föstudagspistla en framvindan er slík að það gæti allt eins verið heilt ár. Áhyggjur og viðbrögð við ástandinu eru aðrar en fyrir viku og barátta okkar í verkalýðshreyfingunni breytist frá degi til dags. Ljósið í myrkrinu er að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda skila árangri í að hægja á útbreiðslu veirunnar. Því skal þó haldið til haga að einn lykillinn að því er að gera fólki kleift að vera heima og fá tekjur. Frumvarpið um laun í sóttkví sem var samþykkt fyrir sléttri viku var þungt lóð á vogaskálar þess að vernda fólk fyrir veikindum. Lögin um hlutabætur er annar lykill. Það sýnir sig á fjölda umsókna að þetta úrræði hægir á atvinnuleysi og viðheldur ráðningarsambandi. Öll okkar verkefni þessa dagana snúa einmitt að því að miðla upplýsingum til vinnandi fólks, halda fólki í ráðningarsamböndum og tryggja að fólk haldi tekjum. Síðasta atriðið er sérstaklega mikilvægt því að til að við náum viðspyrnu með sumrinu og hjól atvinnulífsins fari að snúast þarf fólk að hafa tekjur. Alþýðusambandið er í stöðugum viðræðum við stjórnvöld og atvinnurekendur um frekari aðgerðir. Það eru ákveðnir hópar sem falla á milli skips og bryggju sem þarf að tryggja framfærslu. Það er líka mikilvægt að tryggja að við komumst út úr þessu ástandi með sanngjarnt og réttlátt samfélag þar sem enginn getur skotið sér undan ábyrgð á okkar samfélagslegu verkefnum - að tryggja heilsu og velferð og verja kjörin. Farið vel með ykkur! Drífa
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar