Háar sektir brjóti fólk gegn reglum um sóttkví, einangrun og samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:47 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur gefið út fyrirmæli um sektargreiðslur vegna brota á reglum um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira