Landsmenn ættu að búa sig undir lengra samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira