Blandaðar aðgerðir í þágu atvinnulífs og heimila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2020 19:39 Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Egill Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stóran hluta íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sjá fram á gjaldþrot ef ekki verði gripið til sértækra aðgerða. Boðaður hefur verið þingfundur á morgun þar sem þrjú mál verða á dagskrá. „Mál sem við erum að fara að fjalla um fyrst og fremst á morgun er frumvarp frá dómsmálaráðherra sem gerir það af verkum að það verði hægt að afgreiða með rafrænum hætti ýmsa hluti sem áður hafa krafist þess að fólk mætti á staðinn og undirritaði sjálft að viðstöddum vottum og þess háttar, þannig að ég held að þetta sé bara eðlilegt skref í ljósi aðstæðnanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá er gert ráð fyrir óundirbúnum fyrirspurnum og kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á þingfundinum á morgun. Stefnt að kynningu á þriðjudaginn Vinna er í fullum gangi við útfærslu næsta aðgerðapakka sem stefnt er á að kynna á þriðjudaginn. „Ég geri ráð fyrir því að það sem við sjáum á næstu dögum verði blanda af ýmsum aðgerðum sem bæði geta komið atvinnulífinu og heimilunum til góða. „Við höfum auðvitað verið í stöðugum umræðum um þetta á vettvangi stjórnarflokkanna, við höfum hins vegar ekki séð niðurstöður ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og eigum eftir að taka þær til umræðu. En eftir því sem mér skilst þá mun skýrast mjög á næstu tveimur sólarhringum hvaða aðgerðir eru boðaðar í þessu næsta skrefi,“ segir Birgir. Sjá einnig: Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka „Ég geri ráð fyrir að á þingflokksfundum á morgun verði umræða um þetta en ég þori ekki að segja hvenær endanlegur pakki liggur fyrir.“ Þótt endanleg útfærsla liggi ekki fyrir hefur komið fram að meðal þess sem er verið að horfa til í næsta aðgerðapakka eru einhvers konar úrræði fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga og jafnvel sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Leggja til að hlutabótaleiðin verði lækkuð niður í 0% starfshlutfall Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir sértækum aðgerðum. „Við horfum núna fram á það að ef að til dæmis þessi hlutabótaleið verður ekki framlengd eða henni breytt á einhvern hátt, þá mun ferðaþjónustufyrirtæki líklega í stórum stíl þurfa að segja upp fólki,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mörg fyrirtæki hafi þó ekki einu sinni efni á að greiða uppsagnarfrestinn. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar „Það mun einfaldlega flýta fyrir því að keyra mjög stóran hluta fyrirtækjanna í þrot og þess vegna höfum við talað fyrir því að það þarf einhverjar aðgerðir sem lúta að þessu,“ bætir hún við. „Það munu allir tapa á þessari krísu, það liggur alveg í augum uppi. En nú þurfum við bara að fara skynsamlegar leiðir til þess að lágmarka tjónið. Og varðandi þennan launakostnað þá er hægt að hugsa sér að hann fari niður í núll til dæmis, án þess að ráðningarsamband rofni. Það hefur verið farin sú leið til dæmis í Þýskalandi þar sem ég þekki vel til. Það er til dæmis ein leiðin en það er auðvitað stjórnmálanna að útfæra þetta,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stóran hluta íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sjá fram á gjaldþrot ef ekki verði gripið til sértækra aðgerða. Boðaður hefur verið þingfundur á morgun þar sem þrjú mál verða á dagskrá. „Mál sem við erum að fara að fjalla um fyrst og fremst á morgun er frumvarp frá dómsmálaráðherra sem gerir það af verkum að það verði hægt að afgreiða með rafrænum hætti ýmsa hluti sem áður hafa krafist þess að fólk mætti á staðinn og undirritaði sjálft að viðstöddum vottum og þess háttar, þannig að ég held að þetta sé bara eðlilegt skref í ljósi aðstæðnanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá er gert ráð fyrir óundirbúnum fyrirspurnum og kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á þingfundinum á morgun. Stefnt að kynningu á þriðjudaginn Vinna er í fullum gangi við útfærslu næsta aðgerðapakka sem stefnt er á að kynna á þriðjudaginn. „Ég geri ráð fyrir því að það sem við sjáum á næstu dögum verði blanda af ýmsum aðgerðum sem bæði geta komið atvinnulífinu og heimilunum til góða. „Við höfum auðvitað verið í stöðugum umræðum um þetta á vettvangi stjórnarflokkanna, við höfum hins vegar ekki séð niðurstöður ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og eigum eftir að taka þær til umræðu. En eftir því sem mér skilst þá mun skýrast mjög á næstu tveimur sólarhringum hvaða aðgerðir eru boðaðar í þessu næsta skrefi,“ segir Birgir. Sjá einnig: Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka „Ég geri ráð fyrir að á þingflokksfundum á morgun verði umræða um þetta en ég þori ekki að segja hvenær endanlegur pakki liggur fyrir.“ Þótt endanleg útfærsla liggi ekki fyrir hefur komið fram að meðal þess sem er verið að horfa til í næsta aðgerðapakka eru einhvers konar úrræði fyrir námsmenn, frekari aðgerðir í þágu fyrirtækja, sjálfstætt starfandi og einyrkja, aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns, aðgerðir í þágu nýsköpunar, félagslegar aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa með aðkomu sveitarfélaga og jafnvel sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Leggja til að hlutabótaleiðin verði lækkuð niður í 0% starfshlutfall Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir sértækum aðgerðum. „Við horfum núna fram á það að ef að til dæmis þessi hlutabótaleið verður ekki framlengd eða henni breytt á einhvern hátt, þá mun ferðaþjónustufyrirtæki líklega í stórum stíl þurfa að segja upp fólki,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mörg fyrirtæki hafi þó ekki einu sinni efni á að greiða uppsagnarfrestinn. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar „Það mun einfaldlega flýta fyrir því að keyra mjög stóran hluta fyrirtækjanna í þrot og þess vegna höfum við talað fyrir því að það þarf einhverjar aðgerðir sem lúta að þessu,“ bætir hún við. „Það munu allir tapa á þessari krísu, það liggur alveg í augum uppi. En nú þurfum við bara að fara skynsamlegar leiðir til þess að lágmarka tjónið. Og varðandi þennan launakostnað þá er hægt að hugsa sér að hann fari niður í núll til dæmis, án þess að ráðningarsamband rofni. Það hefur verið farin sú leið til dæmis í Þýskalandi þar sem ég þekki vel til. Það er til dæmis ein leiðin en það er auðvitað stjórnmálanna að útfæra þetta,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent