Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 12:49 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi, Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala, Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Samsett Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“ Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“
Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03