Samstaðan kemur okkur lengra Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2020 13:00 Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hildur Björnsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar