Að senda fólki fingurinn Flosi Eiríksson skrifar 27. mars 2020 12:00 Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Kópavogur Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar