Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:30 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands þykir hafa staðið sig vel í viðbrögðum sínum við kórónuvírusfaraldrinum. Í skoðanakönnun sem var birt í gær sögðust níu af hverjum tíu vera ánægðir með störf hennar. Mikko Stig/Lehtikuva /AP Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira