„Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:48 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar. Vísir/baldur Lögregla vaktar sérstaklega brot inni á heimilum og netglæpi í samkomubanninu sem nú stendur yfir vegna faraldurs kórónuveiru. Þá sér lögregla fram á aukna innlenda framleiðslu ólöglegra efna á meðan innflutningur þeirra liggur niðri. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi í morgun. Samkomubann tók gildi hér á landi mánudaginn 16. mars og reglur um það voru hertar nú í vikunni. Þannig mega ekki fleiri en 20 nú koma saman á landinu öllu. Þá hefur fyrirtækjum víða verið lokað og fólk vinnur mikið heima. Ólöglegur veiruvarningur dúkkar upp á netinu Karl Steinar sagði að enn væri of snemmt til að segja til um hvort orðið hefðu miklar breytingar á brotastarfsemi og störfum lögreglu í samkomubanninu. Vissulega hefði hægt á ákveðnum málum sem tengjast umferðinni, og þá mætti búast við að innbrotum fjölgi í fyrirtæki, auk þess sem brot innan heimilisins og á netinu væru sérstaklega vöktuð. „Það eru mjög margir að vinna að heiman og því getur náttúrulega fylgt að brot sem framin eru á heimilinu, þeim fjölgi. Við erum ekki beint búin að sjá það en við erum að fylgjast mjög vel með því, bæði heimilisofbeldi og eins brot gegn börnum og annað slíkt,“ sagði Karl Steinar. „Það eru auðvitað netbrotin sem við erum líka að fylgjast gaumgæfilega með. Fólk er að versla mikið á netinu og gera alla skapaða hluti á netinu heiman frá sér sem það var ekki að gera í sama mæli. Það eru að dúkka upp þúsundir af vefsíðum sem eru að bjóða þér alls kyns varnartæki til að koma í veg fyrir að þú fáir smit. Það er verið að bjóða varning sem er náttúrulega ekkert löggiltur eða neitt slíkt. Þannig að það er ýmislegt sem er í boði núna sem var ekki í boði.“ Klippa: Bítið - Karl Steinar Valsson Skyndineysla á djamminu lögst af Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að kókaín væri á þrotum í landinu þar sem innflutningur á ólöglegum fíkniefnum hafi nær stöðvast, samfara snarfækkun í fólksflutningum til landsins. Karl Steinar kvað fíkniefnaþáttinn grundvallaratriði í skipulagðri brotastarfsemi. Þar væru mestu fjármunirnir og þegar skortur blasti við væru menn fljótir að hefja framleiðslu á efnunum sjálfir. „Og það er kannski það sem menn tala um að muni líklega gerast varðandi fíkniefnaþáttinn. Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn. Það er auðvitað það sem við höfum verið að sjá mjög mikið,“ sagði Karl Steinar. „Brotahóparnir finna sér leiðir. Þetta er tímabundið ástand hjá þeim að geta ekki flutt efni með einhverjum hætti í litlum mæli með flugi. En það eru auðvitað siglingar áfram til Íslands. […] En það má heldur ekki horfa fram hjá því að hluti af neyslunni hefur verið að eiga sér stað, svona skyndineysla sem er að eiga sér stað á skemmtistöðum um helgar, og tengt því. En nú er það að mestu leyti að leggjast af, þannig að eftirspurnin hlýtur að breytast með einhverjum hætti, þó að ég treysti mér ekki hér og nú að segja hvernig.“ Fíkn Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02 Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Lögregla vaktar sérstaklega brot inni á heimilum og netglæpi í samkomubanninu sem nú stendur yfir vegna faraldurs kórónuveiru. Þá sér lögregla fram á aukna innlenda framleiðslu ólöglegra efna á meðan innflutningur þeirra liggur niðri. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi í morgun. Samkomubann tók gildi hér á landi mánudaginn 16. mars og reglur um það voru hertar nú í vikunni. Þannig mega ekki fleiri en 20 nú koma saman á landinu öllu. Þá hefur fyrirtækjum víða verið lokað og fólk vinnur mikið heima. Ólöglegur veiruvarningur dúkkar upp á netinu Karl Steinar sagði að enn væri of snemmt til að segja til um hvort orðið hefðu miklar breytingar á brotastarfsemi og störfum lögreglu í samkomubanninu. Vissulega hefði hægt á ákveðnum málum sem tengjast umferðinni, og þá mætti búast við að innbrotum fjölgi í fyrirtæki, auk þess sem brot innan heimilisins og á netinu væru sérstaklega vöktuð. „Það eru mjög margir að vinna að heiman og því getur náttúrulega fylgt að brot sem framin eru á heimilinu, þeim fjölgi. Við erum ekki beint búin að sjá það en við erum að fylgjast mjög vel með því, bæði heimilisofbeldi og eins brot gegn börnum og annað slíkt,“ sagði Karl Steinar. „Það eru auðvitað netbrotin sem við erum líka að fylgjast gaumgæfilega með. Fólk er að versla mikið á netinu og gera alla skapaða hluti á netinu heiman frá sér sem það var ekki að gera í sama mæli. Það eru að dúkka upp þúsundir af vefsíðum sem eru að bjóða þér alls kyns varnartæki til að koma í veg fyrir að þú fáir smit. Það er verið að bjóða varning sem er náttúrulega ekkert löggiltur eða neitt slíkt. Þannig að það er ýmislegt sem er í boði núna sem var ekki í boði.“ Klippa: Bítið - Karl Steinar Valsson Skyndineysla á djamminu lögst af Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að kókaín væri á þrotum í landinu þar sem innflutningur á ólöglegum fíkniefnum hafi nær stöðvast, samfara snarfækkun í fólksflutningum til landsins. Karl Steinar kvað fíkniefnaþáttinn grundvallaratriði í skipulagðri brotastarfsemi. Þar væru mestu fjármunirnir og þegar skortur blasti við væru menn fljótir að hefja framleiðslu á efnunum sjálfir. „Og það er kannski það sem menn tala um að muni líklega gerast varðandi fíkniefnaþáttinn. Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn. Það er auðvitað það sem við höfum verið að sjá mjög mikið,“ sagði Karl Steinar. „Brotahóparnir finna sér leiðir. Þetta er tímabundið ástand hjá þeim að geta ekki flutt efni með einhverjum hætti í litlum mæli með flugi. En það eru auðvitað siglingar áfram til Íslands. […] En það má heldur ekki horfa fram hjá því að hluti af neyslunni hefur verið að eiga sér stað, svona skyndineysla sem er að eiga sér stað á skemmtistöðum um helgar, og tengt því. En nú er það að mestu leyti að leggjast af, þannig að eftirspurnin hlýtur að breytast með einhverjum hætti, þó að ég treysti mér ekki hér og nú að segja hvernig.“
Fíkn Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02 Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00
Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02
Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30