Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára eins og Haukur í Coca Cola-auglýsingunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 12:00 „Má Eiður koma út að leika?“ Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00
Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00
Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37