Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára eins og Haukur í Coca Cola-auglýsingunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 12:00 „Má Eiður koma út að leika?“ Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00
Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00
Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37