Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 23:00 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Vísir/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira