Ásdís: Gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 22:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira