Vill henda orðinu smitskömm Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2020 14:54 Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið „smitskömm“ sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. Lagði landlæknir til að við myndum henda því orði og sagði að enginn gæti gert að því að smitast eða smita aðra að því gefnu að viðkomandi hefði fylgt reglum um einangrun og sóttkví. „Mér finnst að við ættum að hætta að agnúast út í aðra vegna þessa,“ sagði Alma. Landsmenn ættu ekki að láta veiruna komast upp á milli sín. Þá þakkaði hún þeim fyrir sem eru nú í einangrun og sottkví og sagði þá vera að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið allt. Fannst hún hafa brugðist samfélaginu Undanfarið hafa þeir sem smitast hafa af veirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 lýst því hvernig þeir hafi fundið fyrir smitskömm. Þannig sagði Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir frá því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig hún fyndi fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita hún væri smituð. Þórey býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu sem vonar innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Klippa: Alma vill leggja orðinu smitskömm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslenska á tækniöld Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið „smitskömm“ sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. Lagði landlæknir til að við myndum henda því orði og sagði að enginn gæti gert að því að smitast eða smita aðra að því gefnu að viðkomandi hefði fylgt reglum um einangrun og sóttkví. „Mér finnst að við ættum að hætta að agnúast út í aðra vegna þessa,“ sagði Alma. Landsmenn ættu ekki að láta veiruna komast upp á milli sín. Þá þakkaði hún þeim fyrir sem eru nú í einangrun og sottkví og sagði þá vera að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið allt. Fannst hún hafa brugðist samfélaginu Undanfarið hafa þeir sem smitast hafa af veirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 lýst því hvernig þeir hafi fundið fyrir smitskömm. Þannig sagði Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir frá því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig hún fyndi fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita hún væri smituð. Þórey býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu sem vonar innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Klippa: Alma vill leggja orðinu smitskömm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslenska á tækniöld Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira