Fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um að leyfa Pútín að sitja áfram Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 14:37 Pútín tilkynnti um ákvörðunina um að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í dag. AP/Alexei Druzhinin/Spútník Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30
Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11