Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2020 12:54 Heilbrigðisstarfsmenn sjást hér taka sýni úr fólki úti í bíl svo hægt sé að kanna hvort viðkomandi sé smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Er þetta fjölgun um 89 smit frá því í gær þegar staðfest smit voru alls 648. Þetta kemur fram á upplýsingasíðunni covid.is. Þar segir jafnframt að nú séu um 9.000 manns í sóttkví en um 2.000 manns hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin um 11.700 sýni. Langflestir þeirra sem hafa smitast eru á höfuðborgarsvæðinu eða alls 578. Næstflest smit eru á Suðurlandi, 84, og þá koma Suðurnesin þar sem sem staðfest smit eru 34 talsins. Sextán manns hafa greinst með veiruna á Norðurlandi vestra, ellefu á Norðurlandi eystra, fimm á Vesturlandi, tveir á Austurlandi og einn á Vestfjörðum. Þá eru sex smit það sem kallað er óstaðsett samkvæmt covid.is. Flestir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni eru á aldrinu 40 til 49 ára, eða alls 182. 136 einstaklingar á aldrinum 50 til 59 ára hafa smitast, 93 á aldrinum 60 til 69 ára, 23 sem eru 70 til 79 ára og tveir á aldrinum 80 til 99 ára. Í yngri aldurshópum hafa fimmtán börn yngri en 10 ára greinst með veiruna. Börn og ungmenni á aldrinum 10 til 19 sem hafa greinst með veiruna eru alls 46 og 112 einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára hafa smitast. Þá hafa 128 manns sem eru 30 til 39 greinst. Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar hefst klukkan 14 í dag og verður venju samkvæmt í beinni útsendingu hér á Vísi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála en gestur fundarins í dag er Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítala. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Er þetta fjölgun um 89 smit frá því í gær þegar staðfest smit voru alls 648. Þetta kemur fram á upplýsingasíðunni covid.is. Þar segir jafnframt að nú séu um 9.000 manns í sóttkví en um 2.000 manns hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin um 11.700 sýni. Langflestir þeirra sem hafa smitast eru á höfuðborgarsvæðinu eða alls 578. Næstflest smit eru á Suðurlandi, 84, og þá koma Suðurnesin þar sem sem staðfest smit eru 34 talsins. Sextán manns hafa greinst með veiruna á Norðurlandi vestra, ellefu á Norðurlandi eystra, fimm á Vesturlandi, tveir á Austurlandi og einn á Vestfjörðum. Þá eru sex smit það sem kallað er óstaðsett samkvæmt covid.is. Flestir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni eru á aldrinu 40 til 49 ára, eða alls 182. 136 einstaklingar á aldrinum 50 til 59 ára hafa smitast, 93 á aldrinum 60 til 69 ára, 23 sem eru 70 til 79 ára og tveir á aldrinum 80 til 99 ára. Í yngri aldurshópum hafa fimmtán börn yngri en 10 ára greinst með veiruna. Börn og ungmenni á aldrinum 10 til 19 sem hafa greinst með veiruna eru alls 46 og 112 einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára hafa smitast. Þá hafa 128 manns sem eru 30 til 39 greinst. Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar hefst klukkan 14 í dag og verður venju samkvæmt í beinni útsendingu hér á Vísi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála en gestur fundarins í dag er Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítala. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira