Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 21:50 Gamma var gífurlega umfangsmikill aðili á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi. GAMMA Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi.
GAMMA Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira