Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 21:50 Gamma var gífurlega umfangsmikill aðili á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi. GAMMA Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi.
GAMMA Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira