Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 21:50 Gamma var gífurlega umfangsmikill aðili á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi. GAMMA Lögreglumál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leyti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kveiks, sem sýndur var í Ríkisútvarpinu í kvöld. Í yfirlýsingu frá nýjum stjórnendum GAMMA, sem send var út í kjölfar þáttarins, segir að atvik málsins hafi verið tilkynnt til embættis héraðssaksóknara. Þar að auki verði bótaréttur þeirra sem að málinu koma kannaður. Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í lok árs 2018 á 2,4 milljarða króna. GAMMA var rekstraraðili sjóðsins GAMMA: Novus, sem var eigandi Upphafs. Nú er sjóðurinn metinn á 400 milljónir, samkvæmt Kveik. Upphaf var sagt 5,2 milljarða virði í upphaf árs 2018. Eftir kaupin, eða á seinni helmingi síðasta árs, kom í ljós að staða Upphafs hafi verið verulega ofmetin og að félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort. Staðan hafi kallað á fjárhagslega endurskipulagningu og hafi samningum verið slitið við umrædda verktaka. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að leitað hafi verið til óháðs aðila til að fara yfir rekstur Gamma og að bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir. Þær verði kynntar hagsmunaaðilum á næstu vikum. Sjá einnig: Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Í frétt Kveiks segir að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Á þeim tíma var umfangsmikið viðskiptasamband á milli félaganna. VHE hafi verið umsvifamesti framkvæmdaaðilinn að byggingu hundruð íbúða fyrir Upphafi og sjóðurinn hafi greitt VHE ríflega sjö milljarða króna frá 2015 og verkin hafi ekki verið boðin út. Enn fremur segir að flestir samningar á milli Upphafs og VHE hafi verið svokallaðir cost-plús samningar. Þeir fela í sér að Upphaf greiddi allan kostnað við framkvæmdirnar auk álags til VHE, sem hafi þannig ekki tekið neina áhættu við framkvæmdirnar og hafi verið tryggður hagnaður. Í samtali við Kveik segir Máni Atlason, núverandi framkvæmdastjóri GAMMA, að við gerð slíkra samninga sé iðulega sett ákveðið viðmiðunarverð og samið um að klári verktaki undir því verði sé ágóðanum deilt á milli aðila. Fari verktaki yfir viðmiðunarverðið deili aðilar kostnaði. Þannig sé komið í veg fyrir að verktaki hagnist á því að fara fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Kveik segjast Pétur og Unnar Steinn Hjaltason, stjórnarformaður og aðaleigandi VHE ekkert kannast við greiðslur verktakafyrirtækisins til Péturs. Skömmu eftir að rætt var við þá barst Kveik yfirlýsing frá lögmanni VHE þar sem gengist var við greiðslunum og þær sagðar fyrir ráðgjöf. Sú ráðgjöf snúi að fasteignaverkefnum sem hafi ekki tengst Upphafi.
GAMMA Lögreglumál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira