Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Þórir Guðmundsson skrifar 24. mars 2020 18:50 Indverjar fylgdust agndofa með ræðu forsætisráðherrans í dag, en næstu þrjár vikur eiga þeir allir að halda sig inni á heimilinu. AP/Manish Swarup Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira