Segir fólk á ofurlaunum við borðið sem beri enga virðingu fyrir vinnandi fólki Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2020 15:23 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“ Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“
Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira