Regína Ósk greindist með Covid-19: „Ég hef það loksins bara gott“ Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2020 09:31 Vinir Regínu Óskar mættu að heimili hennar til að gleðja hana, en hún hefur verið í einangrun í einhverjar vikur. Instagram „Ég hef það loksins bara gott. Ég er búin að heyra alls kyns sögur af fólki og þvílík veikindi sem sumir hafa gengið í gegnum. Ég fór nú ekki alveg þangað, en þetta tekur bara yfir líf manns. Gjörsamlega.“ Þetta segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem er ein þeirra sem greindist með Covid-19 á síðustu vikum. Regína Ósk ræddi veikindin í samtali við útvarpskonuna Siggu Lund á Bylgjunni í gær. Þá spjölluðu þær einnig um það þegar vinir Regínu Óskar úr stétt söngvara mættu fyrir utan húsið hennar og sungu fyrir hana – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína sem hafði verið í einangrun í nokkrar vikur. Flutti inn í unglingastelpuherbergið á heimilinu Regína Ósk segist vera heppin hvað það varðar að geta verið á heimili sínu, þó að hún hafi verið þurft að sæta einangrun. „Fólk er nátturulega í mismunandi aðstöðu. Ég er í þeirri góðu aðstöðu að ég bý í húsi á tveimur hæðum og ég flutti inn í unglingastelpuherbergið sem er á neðri hæðinni og með sér baðherbergi. Þannig að ég er í góðum málum. Ég þurfi ekki að fara út af heimilinu. Ég veit um marga sem þurftu annað hvort að leigja sér íbúð eða þá fá lánaða íbúð eða herbergi. Ég heyri alveg í fjölskyldunni þó að ég geti ekki komið við þau eða verið nálægt þeim.“ Hún segir það þó geta verið erfitt, líkt og þegar hún heyrði að sonur hennar hafi meitt sig. „Ég mátti ekki hugga hann. Ég mátti ekki koma við hann. Hann meiddi sig í gærkvöldi og mömmuhjartað var svo veikt. Ég var alveg á nálum. En sem betur fer á hann nú góðan pabba sem að hjálpar.“ Hlusta má á viðtalið við Regínu Ósk í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar rúmar 28 mínútur eru liðnar. Missti bragð- og lyktarskyn Regína Ósk segir að veikindin hafi byrjað líkt og hjá flestum - að hún hafi fengið kvef. Svo hafi hún fundið fyrir þrýstingi og fengið hausverk. „Ég hringi bara samviskusamlega tveimur dögum síðar á heilsugæslu og spyr hvort að ég eigi að koma í test, hvort þetta sé óvanalegt. Þau segja þá nei, og að þetta sé ekki orðið alveg „kórónuveirulegt“.“ Regína Ósk segist hafa misst bragð- og lyktarskyn strax, og að í dag sé það talið vera eitt af helstu einkennunum. „Ég fer svo í próf á föstudegi og fæ svo úr því skorið á sunnudegi að ég sé með þetta.“ Hún segist nú hafa verið í tuttugu daga án bragð- og lyktarskyns. „Sem er mjög skrýtin tilfinning. Ég bíð svo mjög spennt að vita hvað sé það fyrsta sem ég mun finna lykt af. Hvað er það fyrsta sem ég mun finna bragð af?“ „Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta“ Regína segir að þetta séu nú orðnir tuttugu dagar sem liðnir eru frá fyrstu einkennum. „Ég slepp nú vel miðað við marga sem eru komnir upp í fjörutíu- og eitthvað daga. Ég er á batavegi. Ég fann fyrir tveimur dögum að þá fann ég eitthvað losna í höfðinu. Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur, svimi, kvef og þyngsli.“ Þær Sigga og Regína ræddu svo einnig frá atviki fyrr í vikunni þar sem nokkrir vinir hennar úr bransanum mættu og tóku lagið fyrir utan gluggann hjá henni – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína. Fyrst hafi hún séð þá Friðrik Ómar og Jógvan og heyrt einhvern gítarleik. „Svo birtist Selma [Björnsdóttir], Birna Björns, Erna Hrönn og ég hugsa „Ó mæ god, en æðislegt“. En svo birtist bara fleira og fleira. Hera, Margrét Eir, Yasmin, Heiða Ólafs og dóttir mín og maður minn að spila. Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta,“ segir Regína Ósk. View this post on Instagram Falleg heimsókn í dag frá yndislegum vinum Þakklát A post shared by Regína Ósk (@rexarinn) on Apr 15, 2020 at 11:25am PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Bylgjan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira
„Ég hef það loksins bara gott. Ég er búin að heyra alls kyns sögur af fólki og þvílík veikindi sem sumir hafa gengið í gegnum. Ég fór nú ekki alveg þangað, en þetta tekur bara yfir líf manns. Gjörsamlega.“ Þetta segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem er ein þeirra sem greindist með Covid-19 á síðustu vikum. Regína Ósk ræddi veikindin í samtali við útvarpskonuna Siggu Lund á Bylgjunni í gær. Þá spjölluðu þær einnig um það þegar vinir Regínu Óskar úr stétt söngvara mættu fyrir utan húsið hennar og sungu fyrir hana – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína sem hafði verið í einangrun í nokkrar vikur. Flutti inn í unglingastelpuherbergið á heimilinu Regína Ósk segist vera heppin hvað það varðar að geta verið á heimili sínu, þó að hún hafi verið þurft að sæta einangrun. „Fólk er nátturulega í mismunandi aðstöðu. Ég er í þeirri góðu aðstöðu að ég bý í húsi á tveimur hæðum og ég flutti inn í unglingastelpuherbergið sem er á neðri hæðinni og með sér baðherbergi. Þannig að ég er í góðum málum. Ég þurfi ekki að fara út af heimilinu. Ég veit um marga sem þurftu annað hvort að leigja sér íbúð eða þá fá lánaða íbúð eða herbergi. Ég heyri alveg í fjölskyldunni þó að ég geti ekki komið við þau eða verið nálægt þeim.“ Hún segir það þó geta verið erfitt, líkt og þegar hún heyrði að sonur hennar hafi meitt sig. „Ég mátti ekki hugga hann. Ég mátti ekki koma við hann. Hann meiddi sig í gærkvöldi og mömmuhjartað var svo veikt. Ég var alveg á nálum. En sem betur fer á hann nú góðan pabba sem að hjálpar.“ Hlusta má á viðtalið við Regínu Ósk í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar rúmar 28 mínútur eru liðnar. Missti bragð- og lyktarskyn Regína Ósk segir að veikindin hafi byrjað líkt og hjá flestum - að hún hafi fengið kvef. Svo hafi hún fundið fyrir þrýstingi og fengið hausverk. „Ég hringi bara samviskusamlega tveimur dögum síðar á heilsugæslu og spyr hvort að ég eigi að koma í test, hvort þetta sé óvanalegt. Þau segja þá nei, og að þetta sé ekki orðið alveg „kórónuveirulegt“.“ Regína Ósk segist hafa misst bragð- og lyktarskyn strax, og að í dag sé það talið vera eitt af helstu einkennunum. „Ég fer svo í próf á föstudegi og fæ svo úr því skorið á sunnudegi að ég sé með þetta.“ Hún segist nú hafa verið í tuttugu daga án bragð- og lyktarskyns. „Sem er mjög skrýtin tilfinning. Ég bíð svo mjög spennt að vita hvað sé það fyrsta sem ég mun finna lykt af. Hvað er það fyrsta sem ég mun finna bragð af?“ „Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta“ Regína segir að þetta séu nú orðnir tuttugu dagar sem liðnir eru frá fyrstu einkennum. „Ég slepp nú vel miðað við marga sem eru komnir upp í fjörutíu- og eitthvað daga. Ég er á batavegi. Ég fann fyrir tveimur dögum að þá fann ég eitthvað losna í höfðinu. Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur, svimi, kvef og þyngsli.“ Þær Sigga og Regína ræddu svo einnig frá atviki fyrr í vikunni þar sem nokkrir vinir hennar úr bransanum mættu og tóku lagið fyrir utan gluggann hjá henni – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína. Fyrst hafi hún séð þá Friðrik Ómar og Jógvan og heyrt einhvern gítarleik. „Svo birtist Selma [Björnsdóttir], Birna Björns, Erna Hrönn og ég hugsa „Ó mæ god, en æðislegt“. En svo birtist bara fleira og fleira. Hera, Margrét Eir, Yasmin, Heiða Ólafs og dóttir mín og maður minn að spila. Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta,“ segir Regína Ósk. View this post on Instagram Falleg heimsókn í dag frá yndislegum vinum Þakklát A post shared by Regína Ósk (@rexarinn) on Apr 15, 2020 at 11:25am PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Bylgjan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira