Regína Ósk greindist með Covid-19: „Ég hef það loksins bara gott“ Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2020 09:31 Vinir Regínu Óskar mættu að heimili hennar til að gleðja hana, en hún hefur verið í einangrun í einhverjar vikur. Instagram „Ég hef það loksins bara gott. Ég er búin að heyra alls kyns sögur af fólki og þvílík veikindi sem sumir hafa gengið í gegnum. Ég fór nú ekki alveg þangað, en þetta tekur bara yfir líf manns. Gjörsamlega.“ Þetta segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem er ein þeirra sem greindist með Covid-19 á síðustu vikum. Regína Ósk ræddi veikindin í samtali við útvarpskonuna Siggu Lund á Bylgjunni í gær. Þá spjölluðu þær einnig um það þegar vinir Regínu Óskar úr stétt söngvara mættu fyrir utan húsið hennar og sungu fyrir hana – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína sem hafði verið í einangrun í nokkrar vikur. Flutti inn í unglingastelpuherbergið á heimilinu Regína Ósk segist vera heppin hvað það varðar að geta verið á heimili sínu, þó að hún hafi verið þurft að sæta einangrun. „Fólk er nátturulega í mismunandi aðstöðu. Ég er í þeirri góðu aðstöðu að ég bý í húsi á tveimur hæðum og ég flutti inn í unglingastelpuherbergið sem er á neðri hæðinni og með sér baðherbergi. Þannig að ég er í góðum málum. Ég þurfi ekki að fara út af heimilinu. Ég veit um marga sem þurftu annað hvort að leigja sér íbúð eða þá fá lánaða íbúð eða herbergi. Ég heyri alveg í fjölskyldunni þó að ég geti ekki komið við þau eða verið nálægt þeim.“ Hún segir það þó geta verið erfitt, líkt og þegar hún heyrði að sonur hennar hafi meitt sig. „Ég mátti ekki hugga hann. Ég mátti ekki koma við hann. Hann meiddi sig í gærkvöldi og mömmuhjartað var svo veikt. Ég var alveg á nálum. En sem betur fer á hann nú góðan pabba sem að hjálpar.“ Hlusta má á viðtalið við Regínu Ósk í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar rúmar 28 mínútur eru liðnar. Missti bragð- og lyktarskyn Regína Ósk segir að veikindin hafi byrjað líkt og hjá flestum - að hún hafi fengið kvef. Svo hafi hún fundið fyrir þrýstingi og fengið hausverk. „Ég hringi bara samviskusamlega tveimur dögum síðar á heilsugæslu og spyr hvort að ég eigi að koma í test, hvort þetta sé óvanalegt. Þau segja þá nei, og að þetta sé ekki orðið alveg „kórónuveirulegt“.“ Regína Ósk segist hafa misst bragð- og lyktarskyn strax, og að í dag sé það talið vera eitt af helstu einkennunum. „Ég fer svo í próf á föstudegi og fæ svo úr því skorið á sunnudegi að ég sé með þetta.“ Hún segist nú hafa verið í tuttugu daga án bragð- og lyktarskyns. „Sem er mjög skrýtin tilfinning. Ég bíð svo mjög spennt að vita hvað sé það fyrsta sem ég mun finna lykt af. Hvað er það fyrsta sem ég mun finna bragð af?“ „Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta“ Regína segir að þetta séu nú orðnir tuttugu dagar sem liðnir eru frá fyrstu einkennum. „Ég slepp nú vel miðað við marga sem eru komnir upp í fjörutíu- og eitthvað daga. Ég er á batavegi. Ég fann fyrir tveimur dögum að þá fann ég eitthvað losna í höfðinu. Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur, svimi, kvef og þyngsli.“ Þær Sigga og Regína ræddu svo einnig frá atviki fyrr í vikunni þar sem nokkrir vinir hennar úr bransanum mættu og tóku lagið fyrir utan gluggann hjá henni – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína. Fyrst hafi hún séð þá Friðrik Ómar og Jógvan og heyrt einhvern gítarleik. „Svo birtist Selma [Björnsdóttir], Birna Björns, Erna Hrönn og ég hugsa „Ó mæ god, en æðislegt“. En svo birtist bara fleira og fleira. Hera, Margrét Eir, Yasmin, Heiða Ólafs og dóttir mín og maður minn að spila. Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta,“ segir Regína Ósk. View this post on Instagram Falleg heimsókn í dag frá yndislegum vinum Þakklát A post shared by Regína Ósk (@rexarinn) on Apr 15, 2020 at 11:25am PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Bylgjan Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Ég hef það loksins bara gott. Ég er búin að heyra alls kyns sögur af fólki og þvílík veikindi sem sumir hafa gengið í gegnum. Ég fór nú ekki alveg þangað, en þetta tekur bara yfir líf manns. Gjörsamlega.“ Þetta segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem er ein þeirra sem greindist með Covid-19 á síðustu vikum. Regína Ósk ræddi veikindin í samtali við útvarpskonuna Siggu Lund á Bylgjunni í gær. Þá spjölluðu þær einnig um það þegar vinir Regínu Óskar úr stétt söngvara mættu fyrir utan húsið hennar og sungu fyrir hana – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína sem hafði verið í einangrun í nokkrar vikur. Flutti inn í unglingastelpuherbergið á heimilinu Regína Ósk segist vera heppin hvað það varðar að geta verið á heimili sínu, þó að hún hafi verið þurft að sæta einangrun. „Fólk er nátturulega í mismunandi aðstöðu. Ég er í þeirri góðu aðstöðu að ég bý í húsi á tveimur hæðum og ég flutti inn í unglingastelpuherbergið sem er á neðri hæðinni og með sér baðherbergi. Þannig að ég er í góðum málum. Ég þurfi ekki að fara út af heimilinu. Ég veit um marga sem þurftu annað hvort að leigja sér íbúð eða þá fá lánaða íbúð eða herbergi. Ég heyri alveg í fjölskyldunni þó að ég geti ekki komið við þau eða verið nálægt þeim.“ Hún segir það þó geta verið erfitt, líkt og þegar hún heyrði að sonur hennar hafi meitt sig. „Ég mátti ekki hugga hann. Ég mátti ekki koma við hann. Hann meiddi sig í gærkvöldi og mömmuhjartað var svo veikt. Ég var alveg á nálum. En sem betur fer á hann nú góðan pabba sem að hjálpar.“ Hlusta má á viðtalið við Regínu Ósk í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar rúmar 28 mínútur eru liðnar. Missti bragð- og lyktarskyn Regína Ósk segir að veikindin hafi byrjað líkt og hjá flestum - að hún hafi fengið kvef. Svo hafi hún fundið fyrir þrýstingi og fengið hausverk. „Ég hringi bara samviskusamlega tveimur dögum síðar á heilsugæslu og spyr hvort að ég eigi að koma í test, hvort þetta sé óvanalegt. Þau segja þá nei, og að þetta sé ekki orðið alveg „kórónuveirulegt“.“ Regína Ósk segist hafa misst bragð- og lyktarskyn strax, og að í dag sé það talið vera eitt af helstu einkennunum. „Ég fer svo í próf á föstudegi og fæ svo úr því skorið á sunnudegi að ég sé með þetta.“ Hún segist nú hafa verið í tuttugu daga án bragð- og lyktarskyns. „Sem er mjög skrýtin tilfinning. Ég bíð svo mjög spennt að vita hvað sé það fyrsta sem ég mun finna lykt af. Hvað er það fyrsta sem ég mun finna bragð af?“ „Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta“ Regína segir að þetta séu nú orðnir tuttugu dagar sem liðnir eru frá fyrstu einkennum. „Ég slepp nú vel miðað við marga sem eru komnir upp í fjörutíu- og eitthvað daga. Ég er á batavegi. Ég fann fyrir tveimur dögum að þá fann ég eitthvað losna í höfðinu. Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur, svimi, kvef og þyngsli.“ Þær Sigga og Regína ræddu svo einnig frá atviki fyrr í vikunni þar sem nokkrir vinir hennar úr bransanum mættu og tóku lagið fyrir utan gluggann hjá henni – allt í þeim tilgangi að gleðja vinkonu sína. Fyrst hafi hún séð þá Friðrik Ómar og Jógvan og heyrt einhvern gítarleik. „Svo birtist Selma [Björnsdóttir], Birna Björns, Erna Hrönn og ég hugsa „Ó mæ god, en æðislegt“. En svo birtist bara fleira og fleira. Hera, Margrét Eir, Yasmin, Heiða Ólafs og dóttir mín og maður minn að spila. Ég fæ bara gæsahúð að segja þetta,“ segir Regína Ósk. View this post on Instagram Falleg heimsókn í dag frá yndislegum vinum Þakklát A post shared by Regína Ósk (@rexarinn) on Apr 15, 2020 at 11:25am PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Bylgjan Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið