Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 12:15 Morgan Schneiderlin og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki með Everton. Getty/Tony McArdle Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Sjá meira