Kvenfrelsun og kvenverndarlög Arnar Sverrisson skrifar 23. mars 2020 08:00 Rituð löggjöf á langa sögu að baki. Hún sprettur úr jarðvegi siða og óskráðra laga hinna ýmsu ættflokka og þjóða. Má þá einu gilda, hvort samfélagið sé flokkað sem móðurveldis- eða föðurveldissamfélag eða blendingsafbrigði. Siðboð kváðu í grófum dráttum á um hlutverk kynjanna, hvernig bæri að standa að æxlun, feðrun, uppeldi og framfærslu, ásamt vernd kvenna og barna. Kynin þurftu að koma sér saman um, hvernig haga ætti hjónabandi og eignarhaldi. Þau tóku vitaskuld einnig til samskiptahátta innan hjónabands og utan, ásamt viðbrögðum við ósiðlegu eða ólöglegu afhæfi. Þau kváðu einnig á um réttindi, skyldur og ábyrgð. Heiður fólst í því að virða siði og hefðir samfélagsins, að vera maður með mönnum, og rækja hlutverk sitt óaðfinnanlega af hendi í samræmi við væntingar. Í því fólst sjálfsvirðing fólks. Inntak laga og refsinga gefur stundum fróðlega mynd af samskiptum kynjanna, valdi og ábyrgð hvors um sig. Ábyrgð og vald er í meginatriðum tengd hlutverkaskiptingunni. Það flækir þó alla skoðun, að í blómagarði mannlífsins hafa hlutverkin oft og tíðum skarast. T.d. tóku konur stundum þátt í hermennsku, veiðum, bygginu híbýla og stjórnun ytri málefni.Völd kynjanna hafa hefðbundið tengst dæmigerðum vettvangi þeirra. Lagabálkur (salverskra) Franka (germansks ættflokks) frá miðöldum eða frá því snemma á sjöttu öld, „Lex Salica,“ varð kjölfestan í síðari löggjöf í Evrópu norðanverðri og um miðbik álfunnar. Um er að ræða samantekt laga hinna ýmsu ættbálka af germönsku og keltnesku kyni. Samantektin var gerð að skipun Klovis fyrsta (466? – 511), sem stofnaði fyrsta ættarveldi Franka (Frakka). Þar er m.a. útlistun á sök og sekt. Í lagasafni þessu lifir enn lögarfur umræddra þjóðflokka, t.d. í ákvæðum um vígsbætur eða vergjöld (þ.wargeld). Þau réðust af kyni eða stöðu. Alamanni þjóðflokkurinn mat t.a.m. gildi kvenna sinna tvöfalt gildi karla, en Saxar til helmings karla. Löggjöfin breyttist í samhljómi við breytta tíma. Iðnbyltingin hafði umtalsverð áhrif á samfélagsgerðina og hristi rækilega upp í gildandi hefðum og fyrirkomulagi mannlífsins. Í heimsveldi Breta var þetta t.a.m. áberandi. M.a. kom lýðræði enn á ný í brennidepil sem og samskipti kynjanna innan hjónabands og utan. Upplausn hins hefðbundna samfélags ætta, stórfjölskyldusamfélags og nærumhverfis, kallaði á nýja réttarhugsun. Svo virðist sem vernd kvenna hafi verið mikilvægt hreyfiafl í þessu sambandi. Konum var stöðugt gert hærra undir höfði, hvað löggjöf og dóma snerti. Nú heyrðust háværar kröfur um kosningarétt fyrir alla karla og konur. Kosningaréttarhreyfing kvenna (e. suffragettes) aðhylltist hugmyndafræði kynsystra sinna vestanhafs um, að karlar hefðu kúgað konur frá upphafi vega. Með þessa söguskoðun að vopni réðust þær til atlögu við „karlaveldið“ eða „feðraveldið.“ Því var m.a. haldið fram (og reyndar enn), að umrædd kúgun endurspeglaðist í lögum. Fáir urðu til að ganga í berhögg við málflutning kvenfrelsaranna. Enski lög- og sagnfræðingurinn, Ernest Belfor Bax (1845-1925), kvaddi sér þó hljóðs í bók sinni „Blekkingarleiki kvenfrelsaranna“ (The Fraud of Feminism). Bókin kom út nokkrum árum síðar en „Lagaleg kúgun karla,“ sem hann skrifaði ásamt ónefndum, írskum starfsbróður, og gaf út árið 1896. Hvatanum að verki sínu lýsir höfundur svo: „Tilgangurinn með ritinu er að andæfa [kvenfrelsunarhreyfingunni], sérstaklega að elta uppi og afhjúpa fyrir almenningssjónum (gibbet) svívirðilegar falsanir, hefðbundnar fullyrðingar, sem eru ekki einasta skrumstæling sannleikans, heldur beinlínis afskræming hans. [Hún] hefur öðlast hylli í krafti þess afls, sem í endurtekningunni felst, og enginn hreyfir mótmælum við.“ Ernest útskýrir ennfremur: „Samkvæmt skilningi mínum á kvenfrelsurum samtímans er um að ræða ákveðið viðhorf til kvenna. Þetta viðhorf er oft og tíðum mótsagnakennt í sjálfu sér og órökrétt. Á annan bóginn er krafist - með skírskotun til þeirra skoðunar, að konur séu jafnvígar körlum að siðgæðum og greind - ívilnunar kosningaréttar, ..., aðgengis kvenna að öllum störfum og stöðum ásamt fullri þátttöku á opinberum vettvangi. Á hinn bóginn er heiftúðlega barist fyrir varðveislu og eflingu forréttinda og friðhelgi í lögum, hvort tveggja í almennri löggjöf og refsilöggjöf. [Þetta] skipar konum skör hærra [en körlum]. [Breytingar í þá veru] hafa skotið rótum á nítjándu öldinni.“ T.d. var vinnutími kvenna í kolanámum mjög takmarkaður. Bresk lög giltu að verulegu leyti í nýlendum heimsveldisins. Þó gátu t.d. einstök ríki Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA) sett sér eigin lög. Um miðja sautjándu öldina bannaði t.d. löggjafarsamkunda Massachusettes barsmíðar hjóna, að viðlagðri refsingu. Rúmum tveim öldum síðar rann feðrum og bræðrum enn blóðið til verndarskyldunnar í Maryland. Væri eiginkarl dóttur eða systur illskeyttur, átti hann á fæti nákomna karlættingja eða jafnvel karlgranna. Óskráð lög og skráð hafa frá dögun mannlegs samfélags yfirleitt kveðið á um sérstaka vernd kvenna og réttindi þeim til handa umfram karla. Eins og að ofan er greint frá var hert á slíkri löggjöf á nítjándu öldinni. Hún gekk síðan í endurnýjun lífdaganna á þeirri tuttugustu fyrir tilstilli áróðurs kvenfrelsaranna, ýmist grímuklædd sem jafnréttislöggjöf eða ódulin sérréttindalöggjöf. Allt frá kvenfrelsunarsamþykktinni í Seneca Falls um miðbik nítjándu aldar störfuðu kvenfrelsarar ljóst og leynt að breytingum á lögum BNA. Á þriðja áratugi síðustu aldar börðust þeir m.a. fyrir sérstakri vinnuverndarlöggjöf fyrir konur; þ.e. styttri vinnutíma, banni við næturvinnu og banni við þungum byrðum. Árið 1923 var lögð fram á alríkisþinginu frumvarp til laga til breytinga á stjórnarskránni, svonefnd „Jafnréttisumbót“ (Equal Rights Amendment), í letur færð af kvenfrelsurunum, Alice Stokes Paul (1885-1977) og Crystal Catherine Eastman (1881-1928). Enda þótt konur af betri stéttum eða þær, sem frá upphafi vega höfðu háð baráttuna fyrir frelsun kvenna, styddu frumvarpið umvörpum, mótmæltu alþýðukonur hástöfum. Alice og flokkur hennar, Þjóðarkvenflokkurinn (National Woman‘s Party), staðhæfðu, að umbótin skipuðu körlum og konum í sömu skör, en ógiltu um leið gildandi kvennaverndarlöggjöf, sem t.d. tryggði konum styttri vinnutíma, ásamt banni við næturvinnu og þungum byrðum eins og áður er ýjað að. Það gekk því hvorki né rak, þar til árið 1953, að umbótin var samþykkt í alríkisþinginu með svonefndri Carl Hayden lagfæringu, sem svo hljómar: „Ákvæðum í þessari grein skal ekki beita, hvorki nú né síðar, í þá veru að skerða nokkur þau réttindi, hlunnindi eða undanþágur, sem konur njóta í lögum.“ Nú hófst ný þrautarganga, þ.e. að fá umbótina samþykkta í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Það er skemmst frá því að segja, að ekki hefur tekst að róa lögnum í höfn. Phyllis Schlafly (1924-2016), sem kvenfrelsarar vildu brenna á báli, skapaði þann ólgusjó, sem úrslitum réði. Hún benti kynsystrum sínum á, að þær myndu tapa enn fleiri forréttindum, en áður eru talin, t.d. forsjá barna og framfærslueyri við skilnað. Liðsmaður hennar var m.a. Anna Elanor Roosevelt (1884-1962). (Phyllis þessi hafði gaman að því að stríða kvenfrelsurunum. Oft og tíðum hóf hún mál sitt svo: „Ég leyfi mér að þakka eiginkarli mínum fyrir að leyfa mér að koma á þennan fund.“) En kvenfrelsarar voru ekki af baki dottnir, þó lengi megi þá reyna. Áróðursvél þeirra er vel smurð. Eitt dæmi um þetta er samþykkt „Laga gegn ofbeldi í garð kvenna“ (Violence against women Act) í BNA. Ámóta löggjöf endurómar um alla Evrópu einnig. Kvenfrelsarar sömdu sömuleiðis þennan lagatexta eins og hinn fyrri. Þær fóru hvergi leynt með hróður sinn og afrek. Leslie R. Wolfe (1943-2017), sagði t.d.: „Hér er eiginlega ný löggjöf um borgaraleg réttindi (civil law), sem konur geta beitt til að lögsækja árásarmenn fyrir að brjóta á borgaralegum réttindum sínum. ... Þau lýsa í hve stóru umfangi glæpir gegn konum ... hatur, kvenfyrirlitning, stjórnun og drottnun, eru til þess ... fallnir að halda öllum konum í skelfingu.“ Nornin, sem brenna átti á kvenfrelsunarbálinu, fyrrnefnd Phyllis, andæfði m.a. með þessum orðum. (Hún reyndist afar spámannlega vaxin): „Lögin örva konur til að leggja fram falskar ásakanir [gegn eiginmanni, föður], sem leggja því næst fram beiðni um fulla forsjá yfir börnunum og neita föðurnum um samvistir við þau. Lögin stuðla að skefjalausri beitingu nálgunarbanns, sem fjölskyldurétti er heimilt að gefa út, að ósk konu. Þessi öflugi vopnabúnaður (...) er hluti kvenvilhallrar leikfléttu við skilnað, sem í raun tryggir, að feður séu reknir út úr lífi barna sinna.“ ... Phyllis heldur áfram: „Lögin skulu fjármagna endurmenntun dómara og starfsmanna í löggæslu í því skyni að kenna þeim staðalímyndir kvenfrelsaranna um karlofbeldismenn og kvenkyns fórnarlömb, hvernig leika megi á kerfið til að efla konur að valdi og hvernig megi traðka á stjórnarskrárbundnum réttindum karla.“ ... Phyllis bendir einnig á: „Hinum ákærðu körlum er ekki boðin lækning við raunverulegum sjúkdómi (problem), heldur eru þeim skipað á bekk, þar sem kvenfrelsarar kenna um skömm og sekt vegna umsvifamikils kúgunarsamsæris karla.“ Þegar leið að lokum annarrar bylgju kvenfrelsunar var undirbúningur hafin að styrjöld gegn körlum. Sjóðir kvenfrelsaranna höfðu nú gildnað mjög vegna framlaga frá karlkyns auðjöfrum og í vaxandi mæli vegna fjármögnunar úr vasa skattgreiðenda. Styrjöldin gegn körlum var háð á mörgum vígstöðvum og mörg spjót hent á lofti. Eitt þeirra var ofbeldi karla gegn eiginkonum sínum og elskum, heimilisofbeldi. Einn herstjóranna, Gloria Steinem (f. 1934), gaf út stríðsyfirlýsinguna: „Konu stafar ekki mest hætta af ókunnugum karlmanni út á götu. Ei heldur fjanda í stríði. Heldur [er henni skeinuhættastur] eiginmaður eða elskhugi í tvísemd innan veggja heimilisins.“ „Lögin“ um þumalfingurregluna svonefndu, þ.e. að (breskum) körlum væri heimilt að tukta kerlur sínar með þumlungsgildu priki, rataði inn í baráttu kvenfrelsara fyrir kvenvænni löggjöf, enn ein sönnunin fyrir fólsku karla í garð kvenna. Kvenfrelsarinn, Dorothy Louise Taliaferro „Del“ Martin (1921-2008), hóf hugtakið til vegs og virðingar um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. En það var galli á gjöf Njarðar. Ákvæði þessa efnis er hvergi að finna, hvorki í breskum lögum, né lögum BNA. En kvenfrelsarar kæra sig þó kollótta um það. Staðreyndir hafa þeim aldrei verið til trafala. En þumalfingurreglan varð að goðsögn og rataði inn í hugskot dómara. Hún hefur orðið ámóta lífseig og goðsögnin um glerþakið. Breytingar á menntunarlöggjöfinni , einkum grein níu (Title IX), venjulega kennd við kvenlögfræðinginn, Patsy Matsu Takemoto Mink (1927-2002), var nýr hvalreki fyrir kvenfrelsarana. Hann hljómar svo: „Engan þegn Bandaríkja Norður-Ameríku skal vegna kynferðis útiloka frá þátttöku í aðgerðum eða áætlunum, sem hljóta fjárhagslegs stuðnings frá alríkisstjórninni. Ei heldur skal meina honum að njóta góðs af ellegar mismuna honum.“ Eins og gefur að skilja hefur þessari grein óspart verið beitt fyrir kvenfrelsunarvagninn á fjölmörgum sviðum eins og t.d. í íþróttum Kvenfrelsunarsamtökin, „Feminist majority“ vildu beita lögunum á grundvelli eftirfarandi fullyrðingar: „[Í]þróttakörlum í einstökum greinum er kennt að lítilsvirða konur og smána. ... [M]eð því að ala drengina upp sem herskáa íþróttamenn og með því að ala stúlkurnar upp til að hylla þá, er styrktur vítahringur ýgi og ofbeldis karla gegn konum .“ Jafnréttislög eru oftar en ekki túlkuð í ljósi kvenfrelsunarhugmyndafræði. Raunar er konum ennþá sýnd sérstök nærgætni í dómskerfinu, þ.e. heiðursmannatúlkun laga og dómar samkvæmt henni (e. chivalry justice). Michale Corriero, dómara í hæstarétti BNA, er þetta fullljóst. Hann segir um dómskerfið „Þetta er karlakerfi. Þegar kona stígur inn í það, ruglast hugsun mín í ríminu. Og ennþá frekar, sé um stúlku að ræða.“ Kvenfrelsunarlöggjöf grefur um sig á alþjóðavettvangi, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins eins og í samningi um baráttu gegn ofbeldi karla í garð kvenna - og heimilisofbeldi, svokölluðum Miklagarðssamningi (Istanbúl-) frá 2011. Þegar Alþingismenn vorir samþykktu lögleiðingu hans, gerðu þeir eftirfarandi játningu: Sem aðiljar samningsins gera þeir sér grein „fyrir að ofbeldi gegn konum er birtingarform sögulegs ójafnvægis í valdahlutföllum milli kvenna og karla sem leitt hefur til drottnunar karla yfir og mismununar gegn konum og kemur í veg fyrir fullan framgang þeirra [og] viðurkenna að ofbeldi gegn konum er í eðli sínu kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn þeim er eitt helsta félagslega tækið til að neyða konur til að skipa lægri sess í samfélaginu en karlar, ...“ „[K]ynbundið ofbeldi gegn konum“ merkir ofbeldi sem er beint að konu vegna þess að hún er kona eða ofbeldi sem konur verða hlutfallslega meira fyrir,...“ (Hvílík hrærigrautarlangloka!!) Til viðbótar kristinni trú hafa Alþingismenn nú lögleitt trúna á konuna sem fórnarlamb.Orð norður-ameríska heimspekingsins, Michael Levin, gætu verið hollt vegarnesti á leið til næsta áfanga kvenfrelsunar (t.d. lögleiðingar fóstureyðingar fram að fæðingu): „Enda þótt kvenfrelsarar segist í orði kveðnu berjast fyrir frelsi, velsæld, valfrelsi - og að ryðja veg - eiga þeir í raun ævinlega við hið andstæða og dulbúa [þannig] aðgerðaskrá öndverða við hugsjón hins frjálsa samfélags. ... Kvenfrelsun er ólýðræðisleg, jafnvel hugmyndafræði alræðishyggjunnar.“ Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Rituð löggjöf á langa sögu að baki. Hún sprettur úr jarðvegi siða og óskráðra laga hinna ýmsu ættflokka og þjóða. Má þá einu gilda, hvort samfélagið sé flokkað sem móðurveldis- eða föðurveldissamfélag eða blendingsafbrigði. Siðboð kváðu í grófum dráttum á um hlutverk kynjanna, hvernig bæri að standa að æxlun, feðrun, uppeldi og framfærslu, ásamt vernd kvenna og barna. Kynin þurftu að koma sér saman um, hvernig haga ætti hjónabandi og eignarhaldi. Þau tóku vitaskuld einnig til samskiptahátta innan hjónabands og utan, ásamt viðbrögðum við ósiðlegu eða ólöglegu afhæfi. Þau kváðu einnig á um réttindi, skyldur og ábyrgð. Heiður fólst í því að virða siði og hefðir samfélagsins, að vera maður með mönnum, og rækja hlutverk sitt óaðfinnanlega af hendi í samræmi við væntingar. Í því fólst sjálfsvirðing fólks. Inntak laga og refsinga gefur stundum fróðlega mynd af samskiptum kynjanna, valdi og ábyrgð hvors um sig. Ábyrgð og vald er í meginatriðum tengd hlutverkaskiptingunni. Það flækir þó alla skoðun, að í blómagarði mannlífsins hafa hlutverkin oft og tíðum skarast. T.d. tóku konur stundum þátt í hermennsku, veiðum, bygginu híbýla og stjórnun ytri málefni.Völd kynjanna hafa hefðbundið tengst dæmigerðum vettvangi þeirra. Lagabálkur (salverskra) Franka (germansks ættflokks) frá miðöldum eða frá því snemma á sjöttu öld, „Lex Salica,“ varð kjölfestan í síðari löggjöf í Evrópu norðanverðri og um miðbik álfunnar. Um er að ræða samantekt laga hinna ýmsu ættbálka af germönsku og keltnesku kyni. Samantektin var gerð að skipun Klovis fyrsta (466? – 511), sem stofnaði fyrsta ættarveldi Franka (Frakka). Þar er m.a. útlistun á sök og sekt. Í lagasafni þessu lifir enn lögarfur umræddra þjóðflokka, t.d. í ákvæðum um vígsbætur eða vergjöld (þ.wargeld). Þau réðust af kyni eða stöðu. Alamanni þjóðflokkurinn mat t.a.m. gildi kvenna sinna tvöfalt gildi karla, en Saxar til helmings karla. Löggjöfin breyttist í samhljómi við breytta tíma. Iðnbyltingin hafði umtalsverð áhrif á samfélagsgerðina og hristi rækilega upp í gildandi hefðum og fyrirkomulagi mannlífsins. Í heimsveldi Breta var þetta t.a.m. áberandi. M.a. kom lýðræði enn á ný í brennidepil sem og samskipti kynjanna innan hjónabands og utan. Upplausn hins hefðbundna samfélags ætta, stórfjölskyldusamfélags og nærumhverfis, kallaði á nýja réttarhugsun. Svo virðist sem vernd kvenna hafi verið mikilvægt hreyfiafl í þessu sambandi. Konum var stöðugt gert hærra undir höfði, hvað löggjöf og dóma snerti. Nú heyrðust háværar kröfur um kosningarétt fyrir alla karla og konur. Kosningaréttarhreyfing kvenna (e. suffragettes) aðhylltist hugmyndafræði kynsystra sinna vestanhafs um, að karlar hefðu kúgað konur frá upphafi vega. Með þessa söguskoðun að vopni réðust þær til atlögu við „karlaveldið“ eða „feðraveldið.“ Því var m.a. haldið fram (og reyndar enn), að umrædd kúgun endurspeglaðist í lögum. Fáir urðu til að ganga í berhögg við málflutning kvenfrelsaranna. Enski lög- og sagnfræðingurinn, Ernest Belfor Bax (1845-1925), kvaddi sér þó hljóðs í bók sinni „Blekkingarleiki kvenfrelsaranna“ (The Fraud of Feminism). Bókin kom út nokkrum árum síðar en „Lagaleg kúgun karla,“ sem hann skrifaði ásamt ónefndum, írskum starfsbróður, og gaf út árið 1896. Hvatanum að verki sínu lýsir höfundur svo: „Tilgangurinn með ritinu er að andæfa [kvenfrelsunarhreyfingunni], sérstaklega að elta uppi og afhjúpa fyrir almenningssjónum (gibbet) svívirðilegar falsanir, hefðbundnar fullyrðingar, sem eru ekki einasta skrumstæling sannleikans, heldur beinlínis afskræming hans. [Hún] hefur öðlast hylli í krafti þess afls, sem í endurtekningunni felst, og enginn hreyfir mótmælum við.“ Ernest útskýrir ennfremur: „Samkvæmt skilningi mínum á kvenfrelsurum samtímans er um að ræða ákveðið viðhorf til kvenna. Þetta viðhorf er oft og tíðum mótsagnakennt í sjálfu sér og órökrétt. Á annan bóginn er krafist - með skírskotun til þeirra skoðunar, að konur séu jafnvígar körlum að siðgæðum og greind - ívilnunar kosningaréttar, ..., aðgengis kvenna að öllum störfum og stöðum ásamt fullri þátttöku á opinberum vettvangi. Á hinn bóginn er heiftúðlega barist fyrir varðveislu og eflingu forréttinda og friðhelgi í lögum, hvort tveggja í almennri löggjöf og refsilöggjöf. [Þetta] skipar konum skör hærra [en körlum]. [Breytingar í þá veru] hafa skotið rótum á nítjándu öldinni.“ T.d. var vinnutími kvenna í kolanámum mjög takmarkaður. Bresk lög giltu að verulegu leyti í nýlendum heimsveldisins. Þó gátu t.d. einstök ríki Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA) sett sér eigin lög. Um miðja sautjándu öldina bannaði t.d. löggjafarsamkunda Massachusettes barsmíðar hjóna, að viðlagðri refsingu. Rúmum tveim öldum síðar rann feðrum og bræðrum enn blóðið til verndarskyldunnar í Maryland. Væri eiginkarl dóttur eða systur illskeyttur, átti hann á fæti nákomna karlættingja eða jafnvel karlgranna. Óskráð lög og skráð hafa frá dögun mannlegs samfélags yfirleitt kveðið á um sérstaka vernd kvenna og réttindi þeim til handa umfram karla. Eins og að ofan er greint frá var hert á slíkri löggjöf á nítjándu öldinni. Hún gekk síðan í endurnýjun lífdaganna á þeirri tuttugustu fyrir tilstilli áróðurs kvenfrelsaranna, ýmist grímuklædd sem jafnréttislöggjöf eða ódulin sérréttindalöggjöf. Allt frá kvenfrelsunarsamþykktinni í Seneca Falls um miðbik nítjándu aldar störfuðu kvenfrelsarar ljóst og leynt að breytingum á lögum BNA. Á þriðja áratugi síðustu aldar börðust þeir m.a. fyrir sérstakri vinnuverndarlöggjöf fyrir konur; þ.e. styttri vinnutíma, banni við næturvinnu og banni við þungum byrðum. Árið 1923 var lögð fram á alríkisþinginu frumvarp til laga til breytinga á stjórnarskránni, svonefnd „Jafnréttisumbót“ (Equal Rights Amendment), í letur færð af kvenfrelsurunum, Alice Stokes Paul (1885-1977) og Crystal Catherine Eastman (1881-1928). Enda þótt konur af betri stéttum eða þær, sem frá upphafi vega höfðu háð baráttuna fyrir frelsun kvenna, styddu frumvarpið umvörpum, mótmæltu alþýðukonur hástöfum. Alice og flokkur hennar, Þjóðarkvenflokkurinn (National Woman‘s Party), staðhæfðu, að umbótin skipuðu körlum og konum í sömu skör, en ógiltu um leið gildandi kvennaverndarlöggjöf, sem t.d. tryggði konum styttri vinnutíma, ásamt banni við næturvinnu og þungum byrðum eins og áður er ýjað að. Það gekk því hvorki né rak, þar til árið 1953, að umbótin var samþykkt í alríkisþinginu með svonefndri Carl Hayden lagfæringu, sem svo hljómar: „Ákvæðum í þessari grein skal ekki beita, hvorki nú né síðar, í þá veru að skerða nokkur þau réttindi, hlunnindi eða undanþágur, sem konur njóta í lögum.“ Nú hófst ný þrautarganga, þ.e. að fá umbótina samþykkta í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Það er skemmst frá því að segja, að ekki hefur tekst að róa lögnum í höfn. Phyllis Schlafly (1924-2016), sem kvenfrelsarar vildu brenna á báli, skapaði þann ólgusjó, sem úrslitum réði. Hún benti kynsystrum sínum á, að þær myndu tapa enn fleiri forréttindum, en áður eru talin, t.d. forsjá barna og framfærslueyri við skilnað. Liðsmaður hennar var m.a. Anna Elanor Roosevelt (1884-1962). (Phyllis þessi hafði gaman að því að stríða kvenfrelsurunum. Oft og tíðum hóf hún mál sitt svo: „Ég leyfi mér að þakka eiginkarli mínum fyrir að leyfa mér að koma á þennan fund.“) En kvenfrelsarar voru ekki af baki dottnir, þó lengi megi þá reyna. Áróðursvél þeirra er vel smurð. Eitt dæmi um þetta er samþykkt „Laga gegn ofbeldi í garð kvenna“ (Violence against women Act) í BNA. Ámóta löggjöf endurómar um alla Evrópu einnig. Kvenfrelsarar sömdu sömuleiðis þennan lagatexta eins og hinn fyrri. Þær fóru hvergi leynt með hróður sinn og afrek. Leslie R. Wolfe (1943-2017), sagði t.d.: „Hér er eiginlega ný löggjöf um borgaraleg réttindi (civil law), sem konur geta beitt til að lögsækja árásarmenn fyrir að brjóta á borgaralegum réttindum sínum. ... Þau lýsa í hve stóru umfangi glæpir gegn konum ... hatur, kvenfyrirlitning, stjórnun og drottnun, eru til þess ... fallnir að halda öllum konum í skelfingu.“ Nornin, sem brenna átti á kvenfrelsunarbálinu, fyrrnefnd Phyllis, andæfði m.a. með þessum orðum. (Hún reyndist afar spámannlega vaxin): „Lögin örva konur til að leggja fram falskar ásakanir [gegn eiginmanni, föður], sem leggja því næst fram beiðni um fulla forsjá yfir börnunum og neita föðurnum um samvistir við þau. Lögin stuðla að skefjalausri beitingu nálgunarbanns, sem fjölskyldurétti er heimilt að gefa út, að ósk konu. Þessi öflugi vopnabúnaður (...) er hluti kvenvilhallrar leikfléttu við skilnað, sem í raun tryggir, að feður séu reknir út úr lífi barna sinna.“ ... Phyllis heldur áfram: „Lögin skulu fjármagna endurmenntun dómara og starfsmanna í löggæslu í því skyni að kenna þeim staðalímyndir kvenfrelsaranna um karlofbeldismenn og kvenkyns fórnarlömb, hvernig leika megi á kerfið til að efla konur að valdi og hvernig megi traðka á stjórnarskrárbundnum réttindum karla.“ ... Phyllis bendir einnig á: „Hinum ákærðu körlum er ekki boðin lækning við raunverulegum sjúkdómi (problem), heldur eru þeim skipað á bekk, þar sem kvenfrelsarar kenna um skömm og sekt vegna umsvifamikils kúgunarsamsæris karla.“ Þegar leið að lokum annarrar bylgju kvenfrelsunar var undirbúningur hafin að styrjöld gegn körlum. Sjóðir kvenfrelsaranna höfðu nú gildnað mjög vegna framlaga frá karlkyns auðjöfrum og í vaxandi mæli vegna fjármögnunar úr vasa skattgreiðenda. Styrjöldin gegn körlum var háð á mörgum vígstöðvum og mörg spjót hent á lofti. Eitt þeirra var ofbeldi karla gegn eiginkonum sínum og elskum, heimilisofbeldi. Einn herstjóranna, Gloria Steinem (f. 1934), gaf út stríðsyfirlýsinguna: „Konu stafar ekki mest hætta af ókunnugum karlmanni út á götu. Ei heldur fjanda í stríði. Heldur [er henni skeinuhættastur] eiginmaður eða elskhugi í tvísemd innan veggja heimilisins.“ „Lögin“ um þumalfingurregluna svonefndu, þ.e. að (breskum) körlum væri heimilt að tukta kerlur sínar með þumlungsgildu priki, rataði inn í baráttu kvenfrelsara fyrir kvenvænni löggjöf, enn ein sönnunin fyrir fólsku karla í garð kvenna. Kvenfrelsarinn, Dorothy Louise Taliaferro „Del“ Martin (1921-2008), hóf hugtakið til vegs og virðingar um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. En það var galli á gjöf Njarðar. Ákvæði þessa efnis er hvergi að finna, hvorki í breskum lögum, né lögum BNA. En kvenfrelsarar kæra sig þó kollótta um það. Staðreyndir hafa þeim aldrei verið til trafala. En þumalfingurreglan varð að goðsögn og rataði inn í hugskot dómara. Hún hefur orðið ámóta lífseig og goðsögnin um glerþakið. Breytingar á menntunarlöggjöfinni , einkum grein níu (Title IX), venjulega kennd við kvenlögfræðinginn, Patsy Matsu Takemoto Mink (1927-2002), var nýr hvalreki fyrir kvenfrelsarana. Hann hljómar svo: „Engan þegn Bandaríkja Norður-Ameríku skal vegna kynferðis útiloka frá þátttöku í aðgerðum eða áætlunum, sem hljóta fjárhagslegs stuðnings frá alríkisstjórninni. Ei heldur skal meina honum að njóta góðs af ellegar mismuna honum.“ Eins og gefur að skilja hefur þessari grein óspart verið beitt fyrir kvenfrelsunarvagninn á fjölmörgum sviðum eins og t.d. í íþróttum Kvenfrelsunarsamtökin, „Feminist majority“ vildu beita lögunum á grundvelli eftirfarandi fullyrðingar: „[Í]þróttakörlum í einstökum greinum er kennt að lítilsvirða konur og smána. ... [M]eð því að ala drengina upp sem herskáa íþróttamenn og með því að ala stúlkurnar upp til að hylla þá, er styrktur vítahringur ýgi og ofbeldis karla gegn konum .“ Jafnréttislög eru oftar en ekki túlkuð í ljósi kvenfrelsunarhugmyndafræði. Raunar er konum ennþá sýnd sérstök nærgætni í dómskerfinu, þ.e. heiðursmannatúlkun laga og dómar samkvæmt henni (e. chivalry justice). Michale Corriero, dómara í hæstarétti BNA, er þetta fullljóst. Hann segir um dómskerfið „Þetta er karlakerfi. Þegar kona stígur inn í það, ruglast hugsun mín í ríminu. Og ennþá frekar, sé um stúlku að ræða.“ Kvenfrelsunarlöggjöf grefur um sig á alþjóðavettvangi, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins eins og í samningi um baráttu gegn ofbeldi karla í garð kvenna - og heimilisofbeldi, svokölluðum Miklagarðssamningi (Istanbúl-) frá 2011. Þegar Alþingismenn vorir samþykktu lögleiðingu hans, gerðu þeir eftirfarandi játningu: Sem aðiljar samningsins gera þeir sér grein „fyrir að ofbeldi gegn konum er birtingarform sögulegs ójafnvægis í valdahlutföllum milli kvenna og karla sem leitt hefur til drottnunar karla yfir og mismununar gegn konum og kemur í veg fyrir fullan framgang þeirra [og] viðurkenna að ofbeldi gegn konum er í eðli sínu kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn þeim er eitt helsta félagslega tækið til að neyða konur til að skipa lægri sess í samfélaginu en karlar, ...“ „[K]ynbundið ofbeldi gegn konum“ merkir ofbeldi sem er beint að konu vegna þess að hún er kona eða ofbeldi sem konur verða hlutfallslega meira fyrir,...“ (Hvílík hrærigrautarlangloka!!) Til viðbótar kristinni trú hafa Alþingismenn nú lögleitt trúna á konuna sem fórnarlamb.Orð norður-ameríska heimspekingsins, Michael Levin, gætu verið hollt vegarnesti á leið til næsta áfanga kvenfrelsunar (t.d. lögleiðingar fóstureyðingar fram að fæðingu): „Enda þótt kvenfrelsarar segist í orði kveðnu berjast fyrir frelsi, velsæld, valfrelsi - og að ryðja veg - eiga þeir í raun ævinlega við hið andstæða og dulbúa [þannig] aðgerðaskrá öndverða við hugsjón hins frjálsa samfélags. ... Kvenfrelsun er ólýðræðisleg, jafnvel hugmyndafræði alræðishyggjunnar.“ Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar