Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:58 Ítalskir hermenn á vaktinni vegna veirunnar um miðjan mánuðinn. Vísir/getty Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15