Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 21:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira