Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 11:27 Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/vilhelm Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin 409, samkvæmt nýuppfærðum tölum á vefsíðunni Covid.is. Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Sjö eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar og 4166 eru í sóttkví. Þá hafa 577 lokið sóttkví og tekin hafa verið 9189 sýni. Fram kom á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að töluverð aukning hefði orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi allra síðustu daga. Í gær, þegar staðfest smit voru 330, hafði þeim fjölgaði um 80 frá því daginn áður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þetta fyrstu vísbendingar um að við værum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp, og að veiran væri að ná sér á flug. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. Hann hefur aldrei séð viðlíka samvinnu og sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana en hann hefur verið afar gagnrýnin á Landspítalann og heilbrigðisyfirvöld á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina. Nánar er rætt við Ragnar Frey hér þar sem hann lýsir vinnunni í Covid-teymi spítalans. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. 20. mars 2020 10:45 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 „Ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn“ Foreldrar hjartveiks drengs eru nú heima í sóttkví þar sem þau eru bæði smituð af kórónuveirunni. Þau vita ekki hvernig eða hvar þau smituðust og reyndu að taka greiningunni með ró. 20. mars 2020 09:00 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin 409, samkvæmt nýuppfærðum tölum á vefsíðunni Covid.is. Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Sjö eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar og 4166 eru í sóttkví. Þá hafa 577 lokið sóttkví og tekin hafa verið 9189 sýni. Fram kom á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að töluverð aukning hefði orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi allra síðustu daga. Í gær, þegar staðfest smit voru 330, hafði þeim fjölgaði um 80 frá því daginn áður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þetta fyrstu vísbendingar um að við værum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp, og að veiran væri að ná sér á flug. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. Hann hefur aldrei séð viðlíka samvinnu og sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana en hann hefur verið afar gagnrýnin á Landspítalann og heilbrigðisyfirvöld á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina. Nánar er rætt við Ragnar Frey hér þar sem hann lýsir vinnunni í Covid-teymi spítalans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. 20. mars 2020 10:45 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 „Ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn“ Foreldrar hjartveiks drengs eru nú heima í sóttkví þar sem þau eru bæði smituð af kórónuveirunni. Þau vita ekki hvernig eða hvar þau smituðust og reyndu að taka greiningunni með ró. 20. mars 2020 09:00 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. 20. mars 2020 10:45
17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19
„Ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn“ Foreldrar hjartveiks drengs eru nú heima í sóttkví þar sem þau eru bæði smituð af kórónuveirunni. Þau vita ekki hvernig eða hvar þau smituðust og reyndu að taka greiningunni með ró. 20. mars 2020 09:00
Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03